mánudagur, janúar 30, 2006

Hangikjöt!!!

Þá erum við loksins búnar að sjóða hangikjötið sem við komum með frá Íslandi. Nicola á örugglega eftir að fá sjökk þegar hún kemur heim....út af lyktinni! hehehehehe! Fór í fyrstu úti köfunina mína í gær. Við fórum í gamla námu sem er búið að breyta í æfinga stað fyrir kafara. Og það var búið að sökkva alskonar drasli, eins og tveim bátum, og festa á þá einhverja action kalla, fullt af dekkjum og smá rusl. Soldið kalt, vatnið var 4 gráður, viðbjóðslegt hitastig þegar maður þarf að taka af sér köfunargleraugun og hendurnar á manni voru tilfinningalausar eftir fyrstu köfunina og þangað til við fórum á kaffistofuna til þess að bíða eftir að verða sókt. Er núna að reyna að þurka þurrbúninginn minn í stofunni. Verður örugglega skemmtileg lykt af honum líka! Gaman þegar ég skila honum í kvöld. :) Annars er ekkert að frétta nema það er fullt að gera í skólanum, hef aldre haft svona mikið að gera fyrir skólann í janúar á ævinni!!!! Og oh verð að minnast á það að ég og Gugga erum að fara í British Museum í næstu viku, fáum að fara niður í kjallara og skoða gripina frá Sutton Hoo!!!!! Bara smá mont!!!!

þriðjudagur, janúar 17, 2006

hallo aftur!

Rosalega langt síðan ég bloggaði síðast! Annars langði mig bara til þess að athuga hvort þetta myndi birtast á síðunni því Guggu blogg er víst með einhverja uppreisn. Jæja búin að kaupa miða handa mömmu og pabba í lestina, fjúkk! Núna þarf ég bara að vinda mig í að kaupa miða handa Louie svo að hún komist nú hingað upp eftir! Annars hef ég ekkert annað segja, nema að mig kvíður geðveikt fyrir því að þurfa halda fyrirlestur um Sutton Hoo, fyrsta manneskjann til að halda fyrirlestur á seminarinu! Shit! Fyrirgefiði orðbragðið! Ég held að ég þurfi nú bara að skreppa í rólegt bað! c ya!