miðvikudagur, mars 26, 2008

páskar


Þetta er það sem ég gerði um páskana. Málaði veggi og húsgögn.Voða gaman fyrst og svo þegar allt var búið. Milli kaflinn var ekki alveg eins spennó. En allavegana þá er ég stoltur eiganidi borðstofuborðs og stóla. Verð líka að sýna hvað þetta var ógeðslega málað þegar við keyptum þetta. Oj! Taladi um oj þá nota norðmenn það yfir eitthvað sem er spennandi, flott eða til þess að kalla á einhvern. Ég held að þessi nýting á "orðinu" eigi eftir að venjast seint. En sem sagt þá voru borðið og stólarnir oj á íslensku en eru núna oj á norsku. ; )

fimmtudagur, mars 13, 2008

enn á lífi

Bara láta vita að ég er enn á lífi. Ég er búin að vera dugleg í skólanum. Flytja tvo fyrirlestra og svona. En núna á ég að vera að vinna að fyrsta kaflanum í ritgerðinni minni. Nenni því ekki. Mig langar til þess að vera úti í góða veðrinu eða gera eitthvað skemmtilegt. Í næstu viku fer ég í sumarbústað til að hafa kósý páska (ég veit að þa ðer soldið snemmt en hvað með það), verð mera að segja með íslenskt páska egg. ; ) Nammi namm!