föstudagur, september 26, 2008

spurning...

Eiga ískápar að vera stilltir á einn eða fjóra? Ég er nefnilega í smá vandræðum með ískápinn minn. Ekki það að ég sé ekki vön að umgangast ískápa, heldur er það bara að þetta er eitthvað sem ég hugsa aldrei út í. Og er því í smá vandræðum með minn, en ég er búin að frysta allt í ískápnum þegar hann er stilltur á einn, þannig að ég ákvað að prófa að stilla hann á fjóra því að mig minnir að það sé svona venjuleg stilling. Annars hef ég bara ekki humynd.
Vonandi verður ekki allt frosið aftur þegar ég kem heim.

p.s. það er búið að vera geðveikt gott veður hérna. Hef geta verið úti á peysunni!!!!

miðvikudagur, september 24, 2008

Komin aftur til Norge

Jæja þa ég komin aftur til Þrándheims. Byrjuð á "fullu" í skólanum. En það er nú eins gott að ég kom þegar ég kom, því ég á að halda fyrirlestur í næstu viku. Svo er ég búin að raða öllu voða fínt á skrifborðinu mínu, og sortera allar greinarnar mínar. Svo er það bara actual lærdómurinn sem er eftir.
Í gær fór ég og keypti dýnu í rúmið mitt og hillur í fataskápinn svo að ég er nú bara búin að koma mér vel fyrir. Verst að ég verð hérna bara stutt, allavegana í bili. Þetta verður allavegana rosalega kósý um jólin! ; )
Svo er ég líklegast að fara á köfunarnámskeið í næstu viku. Planið er að reyna að klára allavegana tvær "gráður".