mánudagur, júlí 24, 2006

Solbað!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það kom loksins sól í Hjaltadalinn!!!!!! Varð því að blogga um það. Fór nefnilega í Grettislaug og sjóbað á laugardaginn, bjóst aldrei við því að ég ætti nokkurn tíman eftir að fara í bikiní út í ískenskan sjó. Grettislaug var æði, kannski aðeins of heit en það var allt í lagi því veðrið var svo gott að maður gat setið á bakkanum með bjór í hendi og sólað sig!! Svo þegar hitinn var orðinn óbærilegur ;) þá skelltum við okkur bara út í sjó. ískalt!!!! Ætlaði að fara upp úr þegar ég var komin út í upp að hnjám en var dregin lengra út í og datt auðvitað. Þannig að ég varð rennandi!! Set kannski inn myndir af þessu ef ég get fengið þær. :) í gær var svo sólbaðinu haldið áfram, eyddi öllum deginum í það að liggja fyrir utan hjá mér, lesa bók og tjilla. Ah, vildi að veðrið væri alltaf svona gott. Er meira að segja með bikiní far!!!
En held að veðurguðirnir hafi haft svona gott veður þessa einu helgi svo að allir í Hjaltadal yrðu ekki settir á þunglyndislyf.....það var ekki langt í að það hefði verið nausynlegt eftri margradaga þoku og ömurlegt veður í allt sumar. En nú er þokan komin aftur og erfitt að sjá mun á degi eða nóttu.....yndislegt...... :(