mánudagur, ágúst 27, 2007

Oheppni


Dagurinn í dag byrjaði vel, þrátt fyrir að það tók mig um það bil klukkutíma að komast fram úr rúmminu. Það er búin að vera rigning núna í nokkra daga og það engin smá demba. En ég þurfti að fara niður í næsta háskólahverfi til þess að borga annargjald og gá hvort að ég væri skráð. Ákvað því að prófa nýja hjólið mitt (mjög ódýrt og úr súpermarkaði), kláraði skóladæmið á mun styttri tíma en ég hélt að það myndi taka og ákvað því að fara niður í bæ og kaupa eina bók fyrir kúrsinn minn og byrja að lesa (fæ ekki enn þá bokasafnskort af því að mig vantar annarkort og skólakort). Ekki góð hugmynd. Stuttu eftir þessa ákvörðun og á fleygi ferð niður lengstu brekku í heimi byrjaði helli demba. Þegar ég komst loksins í bókabúðina var ég svo blaut að droparnir láku af mér og á bækurnar. úps! Til þess að komast heim til mín þarf ég að fara upp heimsins lengstu brekkuna, þegar ég loks komst allaleið upp voru lærin hætt að virka, eða svo gott sem.Svo þegar ég set hjólið mitt inn sé ég að afturdekkið er sprungið!!!!! Og ekki nóg með það heldur komst ég svo að því að það er mús sem býr í eldhúsinu okkar! Æði! En annars er allt gott að frétta. Ég kem heim til Íslands á föstudaginn og fer aftur á mánudag. Hlakka til að sjá ykkur (vonandi eitthvað)

föstudagur, ágúst 24, 2007

Blogg leti

já ég er enn þá á lífi. Hef það mjög fínt hérna í Norge. Búin að versla fullt í Ikea, hef aldrei eytt svona miklum pening þar áður, en nú á ég líka diska, potta, hnífa og fleira. Varð líka að gera steríla herbergið mitt eitthvað kósí. Bein hvítir veggir, ljótur grænn dúkur á gólfinu, skrifborð, litið borð, hilla og fataskápur. En núna lítur þetta mun betur út. Synd að ég get ekki sagt það sama um eldhúsið og baðið. Reyndi að þrífa það eftir að ég flutti fyrst inn.... matarborðið var svo klístrað að ég held að það hafi aldrei verið þurkað af því. En samt verð ég að segja að þetta lítur mun betur út en ég bjóst við. Set inn myndir seinna. Ég keypti mér nýja myndavél og er að reyna að vera dugleg að ljósmynda.
Fór í skólann á miðvikudag og i gær. Mjög gaman. Við erum 5 stelpur og einn strákur í mínum árgang, 4 útlendigar með mér og svo tveir frá Noegi. Kúrsarnir hljóma mjög spennó. Og svo erum við að fara í tveggja daga ferð 24 - 25 sept. í boði skólanns að skoða fornleifar hinum meginn við fjörðinn. Lofa að taka fullt af myndum af þvi. Svo er ég búin að kanna köfunar klúbbana hér. Fornleifafræðingarnir virðast ekki vera í skóla klúbbnm. En einn af mastersnemunum er köfunarkenari svo að það lítur út fyrir það að ég geti fengið góðann díl á næstu gráðum. ;) Annars er ég líka að koma aftur til Íslands því Júlíus Máni verður skírður 1 sept. Því miður verður það til þess að ég missi af fyrsta fornleifafræði djamminu. En þau verða ábyggilega fleiri.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Ta da.....

Hallo! Já ég er enn á lífi og... með nýtt hár!! Geggjað!

En nú er komið að því að ég fari að blogga ofar þar sem ég er að fara að stinga ykkur af alla leið til Norge og kem aldrei aftur (alla vegana samkvæmt Bjarna).
Til þess að gera bæði ferð mína til nýs lands og þetta blogg skemmtilegra þá er ég búin að vera skoða myndvélar, svona alvöru en ég bara veit ekki hvort að það sé alveg ég. Hvort að ég muni einhverntíman nenna að læra á hana og það sem meira er hvort að ég muni nokkurn tíman nenna að druslast með hana um allt. Kannski ætti ég bara að kaupa mér svona litla digital og láta hitt bíða þangað til ég verð stór.