fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Varð að bæta þessu við

Mér finnst þetta of fyndið!

Ekki viss um að Maximus myndi fíla þetta!

Augljóslega prófa tími

því ég í fyrsta lagi er farin að blogga mun meira en ég hef gert aður, skrifa fólki líka email (eitthvað sem ég hef ekki alveg nennt að gera hingað til), og svo er ég farin að hugsa kjánalega hluti. Dæmi um það er að allt í einu finnst mér ég vera með stórar hendur! Aldrei pælt í þessu fyrr. Svo var ég farin að velta því fyrir mér kvað ég geti gert við hárið á mér um jólin. Langar ekki til þess að hafa það bara eins og það er. En allavegana þrátt fyrir að vera kjurr við skrifborðið þá tekst mér að gera allt annað en að skrifa þessa blessuðu fornleifaverndar ritgerð. Skrítið.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Mig langar... en má ekki

fara og eyða fullt af pening!!! Kaupa mér föt og fína skó og alls konar. En þetta má ekki. Ekki núna. Ekki ef ég ætla að búa á Íslandi eftir áramót og eiga þá engann pening. Mig langar að gera allt annað en það sem ég á að vera að gera. Læra. Akkurat núna vildi ég að ég væri í vinnu. Svo að ég geti bara mætt í vinnuna, unnið minn tíma og farið svo heim og slappað af. Svona týpisk prófa hugsun. Í dag bauð Þrándheimur upp á eðal íslenskt veður, snjókoma og rok. Leið næstum því eins og ég væri heima. Nema þá hefði ég ekki verið gangandi. Því maður labbar ekki á Íslandi. Skrítið!

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

í myrkri

Ég lifði af allar 4 kafanir "helgarinar" (tvær á mánudag). Ótrúlegt en satt þá var ég ekki að deyja úr kulda, þrátt fyrir þunn ullarlög. Og kafanirnar gengu bara alveg ágætlega. Átti reyndar í mestu vandræðum með eyrun. Ég þarf víst bara að fara lús hægt niður svo að ég nái að jafna mig. Í gær fór ég í nætur köfun. Verð að viðurkenna að ég var mjög stressuð fyrir það. Að vera í sjónum með fullt að einhverju sem ég sé ekki. Stundum kom upp í hugann mynd af Jaws eða nánum ættingja. En allt gekk vel. Eða næstum því. Vegna eyrna veseni þá byrjaði gríman mín allt í einu að kremja andlitið mitt og mér leið eins og augun myndu poppa út.Fékk smá panikk í myrkrinu en mundi svo bara eftir því að anda út um nefið. Problem solved! Og svo egar við vorum að skoða skemmtilegann fisk sem mátti halda á þá fór allt loftið í búningnum mínum í fæturna og ég á hvolf. Reyndi að laga þetta en fannst þetta vera svo fyndið að ég fór í smá hláturskast...á hvolfi. ; ) Svo dugleg!!! En annars var þetta fínt. Og núna er ég ekki eins hrædd við að kafa í myrkri. ; )

föstudagur, nóvember 14, 2008

kjánaprik

Á svona stundu er gott að nota kjánaleg orð eins og kjánaprik til þess að lýsa mér. Ég er kjánaprik því að á morgun er ég að fara að kafa EN ég er ekki með nein hlý föt!!! Enga powerflíspeysu, engin ullarnærföt, ekki neitt! Þannig að ég þarf að fá lánað frá tengdó. Vandamálið er bara að ég er ekki viss um að það sé nóg.Ég er viss um að ég mun deyja úr kulda! Eða allvaegana nálægt því.
Hérna eru myndir frá Indversku veislunni, til þess að sýna hvað borðið var fínt! ; )


föstudagur, nóvember 07, 2008

Próf og Indversk veisla

í dag fékk ég prófspurningarnar mínar og ég ér búin að velja hvaða spurningum ég ætla að svara. Þá er það víst bara að svara þeim. oh well. En í dag fór ég líka í búðarleiðangur til þess að kaupa krydd fyrir indversku veisluna sem ég ásamt fleirum ætla að hafa á morgun. Það verða hvorki meira né minna en 13 réttir (með nan brauð og pappadums meðtöldum)! Og fyrir þetta vantaði náttúrulega fullt af kryddum lika. Þannig að ég fór með lista af 14 kryddum sem vantaði í asisku búðirnar. Held ég geti alveg staðfest það hér og nú að ég hef aldrei keypt eins mikið af kryddum í einu. En ég mun setja inn myndir af árangrinum!! Þetta á eftir að verða svakaleg át helgi!

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Heilsu frík


Hvað gera nemar í Þrándheimi á mánudags kvöldi? Þeir fara í ræktina. Ég komst að þessu í gær þegar ég ákvað að fara í ræktina kl 9 um kvöld. Hélt að það yrði frekar lítið að gera svona seint, en nei, það var alveg pakkað.
Ég fæ heimaprófin mín á föstudaginn. En þar sem ég held að mér muni ganga svo vel þá ættla ég ekki að byrja á þeim af fullri alvöru heldur ætla ég að taka mér frí og halda upp á afmælið mitt og svona. Svo þegar Sindre er farinn þá held eg að ég stressi mig af alvöru yfir þessum ritgerðum. Gott plan!