fimmtudagur, febrúar 07, 2008


Skrapp í dagsferð til Roros á Þriðjudaginn. Roros er við landamæri Noregs og Svíþjóðar, og getur orðið óeðslega kalt. En sem betur fer þá var bara áætt veður þegar við vorum þar. Þessi bær er á skrá hjá UNESCO, vegna þess að það eru fullt af gömlum húsum þar. Rosalega sveitó og krúttlegt. Svo var líka fullt af gömlu fólki á Spark sleðum, þau nota hann næstum því eins og göngugrind. En Spark sleðarnir eru ekki bara fyrir gamalt fólk, við leigðum okkur einn slíkann á túrista infóinu og renndum okkur um allan bæinn. ógeðslega gaman. En þar sem eg hef ekki alveg reynsluna a að stýra svona "tryllitæki" þá enduðu flestar ferðirnar mínar mjög nálægt vegg eða inn í skafli. Gengur bara betur næst....