mánudagur, október 23, 2006

Læristuð

nú er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna mína í klukkutíma og enn ekki komið mér að því að fara að læra. Þetta er alveg ömurlegt ástand að geta ekki byrjað, svo er það alltaf fínt þegar maður er kominn á skrið. Í staðinn er ég búin að fara nokkra blogg hringi og háma í mig m&m´s. Hið fullkomna líf væri að ég væri búin að læra fullt og fara með hundinn í gönguferð.
jæja......koma svo!!!!!!

föstudagur, október 13, 2006

menningakvöld

Í kvöld er planið að kanna tvær ólíkar menningar. Fyrst japanska shusi menningu, með smá stórborgara brag eins og maður sér alltaf í sjónvarpinu. ;) Og svo er ferðinni heitið á Oktoberfest háskólans, sem sagt þýsk menning. Þar sem verður mikið drukkið og skrallað. Og eins og flest allir fræðafélags meðlimir eru að hugsa þá er svolítið erfitt að finna sér outfit fyrir þetta tvennt! Mikil dilemma hérna! Ætli útkomman verði ekki bara eins og þegar maður ætlar að fara á djammið um hávetur hér á landi. Fínn undir mörgum lögum af hlýjum fötum. Hummmmm! sjáum til...

miðvikudagur, október 11, 2006

English version below

Smá prufa hérna, fyrst að ég var beðin um að skrifa á ensku, þá ætla ég að setja ensku þýðinguna eða eitthvað af henni fyrir neðan. Er búin að vera að vesinast í nýju forriti (allavegana fyrir mig) sem heitir Pages og er að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að skrifa Ritgerðina í þessu forriti eða halda áfram að vinna í Word, þar sem stafsetningar púkinn minn virkar ekki.
Önnur pæling; hvernig á maður að geta grennt sig ef maður gerir ekkert annað en að sitja heima og skrifa? Minntist eg á að borða nammi á meðan maður situr heima og skrifar????
Ratso update:
Maxi a.k.a Ratso skrifar: í dag er ömurlegt veður, þannig að ég hef gert í því að fela mig undir teppi. Og ef einhver reynir að plata mig út þá passa ég mig sko að hreyfa mig ekki. Ég ætla ekki út. En þar sem ég er lítill (en stór í hugsun ) og á frekar erfitt með að tjá mig við þau hin þarna þá er ég alltaf bara tekinn upp og settur út. Ekki sanngjarnt. Hvar er sólin, hvar er sombrero hatturinn og Tequilað????

Have been trying to work my way through this new software (new for me at least) that is called Pages and I am wondering if I should write my Essay in that or in Words, where my spell checker doesn´t work.
Annother thought; How am I supposed to loose weight if I do nothing else but sit at home and write? Did I mentione that I am eating sweets while sitting at home and writing???
Ratso update:
Maxi a.k.a Ratso writes: today the weather is misserable, so I will do nothing but hide myself under a blanket. And if someone tries to trick me into going out I make sure that I don´t move a whisker. I am not going out. But since I am only small (big in my mind) and have a hard time expressing myself I am always picked up and put outside. Not fair. Where is the sun, where is the sombrero hat, where is the Tequila???

mánudagur, október 09, 2006

Tungumalakunnatta

Já það er búin að líða ansi langur tími síðan ég ætlaði mér seinast að blogga en ég hef bara hreint út sagt ekki nennt því. En ætla nú að reyna. Ég hef verið að reyna að lesa fornleifafræði bók sem er á sænsku, tekur mig alveg óra tíma að krafsa í gegnum 10 bls. En mun halda áfram að reyna! Ég skal sigra!!! Nei nei, ekkert mikilmennsku brjálæði í gangi. Var samt að pæla hvort það væri ekki góð hugmynd að fá sér svona sjálfskennslu hljóðbók í dönsku eða einhverju öðru tungumáli. Ég held að það sé bara málið!!!! ;)
Var einnig að pæla hvort ég ætti ekki að hafa svona Maximusar update um hundinn minn, hann lifir nefnilega svo óheyrilega spennandi lífi. Hvað finnst ykkur?