mánudagur, júní 26, 2006

Þá er maður mættur aftur í vinnuna, til þess að vinna upp þann tíma sem maður var að liggja í leti á ströndinni og borða. ;) Búin að fara að synda (20 ferðir, en þeir sem hafa séð hóla laugina verða ekki impressed) og búin að borða dýrindis mat. Það var sagt nokkrum sinnum yfir matnum "hvað er þetta?" sem er ekki fínt, en þó hefur maturinn verið mun betri en seinast þegar ég var hér. Enda annar kokkur.
Ég kom aftur á Hóla um miðnætti í gær, og þar sem ég var að skipta um íbúð að þá gat ég náttla ekki farið bara að sofa heldur þurfti að raða og koma sér fyrir...finna internet innstungu sem virkar. Er núna í íbúð með Lísu en svo bætast 2 aðarar 1 júlí.
Mér finnst stundum eins og ég sé í útlöndum með nokkrum íslendingum hérna, alltaf töluð útlenska. Annars er það alveg ágæt, þá þarf ég bara ekkert að fara til útlanda á næstunni. Hummmm eða hvað...
hey mig vantar tillögur um nafn á bloggið mitt. Annars verð ég bara leiðinleg og kalla það eitthverju leirkera nafni....hahahaha

fimmtudagur, júní 22, 2006

Hæ aftur!!!

Jæja fékk símtal í gær frá suðurlandinu og var skömmuð fyrir að vanrækja bloggið mitt. Þá auðvitað verður maður að bregðast við því. Deila með ykkur sögum af mínu ofur spennandi leirkera lífi á Hólum. :) Er núna sem sagt að reyna að koma saman einni framviduskýrslu sem ég á að skila á morgun því að ég ætla að skreppa í stórborgina yfir helgina.
Í gær var grillað á Hólum...í roki og kulda. Útlendingarnir sátu frosnir á bekkjunum og furðuðu sig á því afhverju íslendingar yrðu alltaf að vera úti á dögum eins og 17. júní og jónsmessu þótt að það sé skíta veður. Einhver sem getur komið með svar við þessu? Ég gat það ekki enda var ég að drepast úr kulda og komin í loðskinns vetlinga og með húfu þegar var verið að ræða þetta. Eftir grillið var farið inn á djamm staðinn, verkstæðið, og drukknir nokkrir bjórar. Það er ekki langt frá því að maður sé með smá þynnku. :(
Ég lofa að vera duglegri að blogga en ég var í vetur....og kannski ég setji líka bara upp nokkra linka og myndasíðu.....þa bara aldrei að vita!