sunnudagur, desember 04, 2005

Skrifa ritgerð?????

Já mér fannst vera kominn tími til að ég bloggaði eitthvað! Núna ætti ég að vera að drífa mig í að klára seinustu ritgerpina fyrir jól.....eeeeennn mér fannst ég þurfa smá pásu! Þessi ritgerð er þó vonandi það seinasta sem ég þarf að gera þessa önn, ég segi vonandi því að ég held að superviserinn okkar hérna sé ekki en búinn að ákveða hvort við eigum að taka próf í leiðinlegum áfanga eftir 2 vikur! Gaman gaman! York heldur áfram að vera ójólaleg! Við vorum að tala við englending um daginn og kvarta yfir seríuleysi og hann alveg "Núna, en það er of snemmt!" tisk tisk þessir englendingar vita ekki neitt! Maður þarf jólaljósin og seríurnar til þess að komast í gegnum leiðinleg ritgerðarskrif og próf!
Á miðvikudaginn er planið að fara til Leeds að versla jólagjafir! ;) Og á fimmtudag er verklegt köfunarpróf! Oh ég verð að deila því með ykkur að nú á seinustu tveim vikum hef ég verið svo dugleg að ég hef kafað yfir tvo samkafara mína!!! ;) Annan reindi ég að rota með því að slá hann í hausinn með súrefniskútnum mínum! :) Og hinn bankaði ég í hausinn með blöðkunum mínum! :) Ekki dugleg! En ég hef þá afsökun að ég var í bæði skiptin að "bjarga meðvitundarlausum kafara! " En ég held að ég ættli þó ekki að gera þetta að vana hjá mér! :p úps! Oh og Inga ég geri kitlið þitt seinna í vikunni (þ.e. þegar ég er búin að gera ritgerðina mína!) Jæja ég held að þetta sé nóg pása!