þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Regnhlifar

einhvern meginn hafði mér aldrei dottið í hu að nota regnhlíf í snjókomu. En þetta er mjög algeng sjón hér í Þrándheimi að sjá, aðalega konur, með regnhlíf til þess að skýla sér frá snjókomunni. Hef ég bara aldrei tekið eftir þessu áður eða er þetta eitthvað sér norskt eða útlenskt?

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Meiri snjo meiri snjo meiri snjo


Það er búið að snjóa síðustu 4 daga. Og það er spáð snjó næstu vikuna. Ég er að mestu búin að vera inni hjá mér að læra síðan á föstudag. Ég vil ekki fara út. Það er kalt, ég verð blaut í fæturnar.... ekkert sniðugt. En ég ætla nú samt niður í bæ í dag. Þó að það sé íslenskt veður, snjór og vindur. Það er vanalegst ekki vindur hér í Þrándheimi. Ég held að ég sé orðin allt of dekruð af góðu veðri. Annars er mest lítið að frétta af mér. Ég er bara að læra undir ömurlegustu próf aldarinnar. En eftir 19 daga verð ég komin í jólafrí!! Jeii!!!!!

föstudagur, nóvember 16, 2007

Stokkhomur

Takk fyrir frábæra ferð til Stokkhólms. Hérna eru nokkrar myndir frá ferðinni. Set fleiri inn á myndasíðuna mína seinna.

Gugga og Sandra hitta local íbúa stokkhólms.

Hið vel auglýsta fyrirpartý eða forleikur ein os norsararnir kalla það. ; )

Allir voða fínir og sætir.

Skál!!!!