sunnudagur, maí 20, 2007

Helgin

Jæja þá er þriggja daga helgin að enda. Búið að vera fínt. Sól og sumar, tvö djömm, vaknaði með kompaní í rúmminu á laugardag (aðeins könguló :( ), búin að leika við nýju tölvuna mína. Sem sagt fín helgi í alla staði, þ.e. fyrir utan áttfættlinginn sem endaði sitt stutta líf snöglega á gólfinu hjá mér. Muahahaha!

mánudagur, maí 14, 2007

grafa stora holu

Á morgun er ég að fara upp í sveit að grafa stóra holu. Jei!! Hlakka mikið til! ;) Nenni samt engann veginn að pakka. Enda megum við taka með okkur mjög takmarkaðann farangur. Í tilefni af því að ég er að fara vera mikið úti og örugglega smá kalt þá nældi ég mér í eitt stikki kvef! Aftur! Alveg ótrúlegt! En allavegana þetta verður frábært! Sjáumst! Ciao!

föstudagur, maí 11, 2007

Buin

Í dag fór ég í mitt seinasta próf í BA náminu. Eftir það fór ég með Manna og Sindra og fengum okkur bjór á Galileo (eina borðið sem var laust í sól). Fór svo heim og blandaði mér Mojito, drakk það í fordrykk fyrir matinn og er núna við það að sofna. Er sem sagt með algjört spennufall. Ekki það að þetta hafi verið mikil spenna núna seinustu daga en er samt alveg búin á því. Verð bara að slappa af þangað til á morgun þegar það verður hið mesta kosningateiti. Jíííha ;)

Ok ætlaði að senda þennan póst og hafa skrilljón upphrópunarmerki en blogger bannar það.... Þvílík ritskoðun.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Nyjasta tækni og visindi!!

Ok kannski ekki alveg nýjasta tæknin en..... Ég á flottasta flakkara sem til er!!!!! Hann er lítill og sætur og er 145 GB stór. Litli flakkarinn minn er jafn stór og stóru ipoddarnir!!! Hver á bíómyndir handa mér???

miðvikudagur, maí 09, 2007

Lipurta

Það var ég á mánudaginn þegar ég fór með Guggu að kafa. Sveif um eins og fiðrildi við Kleifarvatn. Ok, kannski ekki í alvörunni en allavegana í huganum. ;) Nei maður er heldur stirðbusalegur þegar maður er kominn í allar græjurnar og ekki frá því að það votti fyrir smá innilokunarkennd þegar maður verður meðvitaður um það að ekki er svo auðvelt að fara úr þessu öllu saman aftur. Annars voru þetta fínar kafanir, alveg þanngað til tilfinnignaleysið í puttunum átti hug minn allann og ég vildi bara komast upp úr. Langar til þess að þakka Guggu fyrir að koma mér úr blöðkunum og vestinu. Annars væri ég örugglega þarna ennþá, buslandi um í fjörunni. Og gugga þú varst æði með sílíkonvarirnar.... hefði verið frábært Kodak moment!!! ;)

p.s. hverjum dettur í hug að kafa undir ís! Crazy people!!!!

þriðjudagur, maí 01, 2007

Ritgerðin i prentun!!!

Já það kom að því. Hin merku skrif eru loksins komin í prentun og verður þeim skilað á morgun. Að vissu leiti er þetta mjög erfitt þar sem þetta er víst orðið final og ekki hægt að gera neinar breytingar. Er nefnilega alveg viss um að ég hafi gleymt að laga eitthvað. Svona tilfinning sem maður fær t.d. þegar maður er kominn upp í flugvél á leið til útlanda og er að fara í gegnum allann farangurinn sinn í huganum til að athuga hverju maður gleymdi. En nú er það bara að krossa fingur og vona það besta.
Eitt leiðinlegt próf eftir og svo er ég fráls!!!!! Jessssss! ;)