fimmtudagur, september 27, 2007

Skoðanakönnun!!!


Hvað finnst ykkur um þessa úlpu?

Nyjar myndir


Það eru nýjar myndir á myndasíðunni. Þær eru úr skólaferinni. Ef einhverjum vantar lykilorðið sendið mér þá bara mail.

laugardagur, september 22, 2007

og...

ég var að setja inn nokkrar nýjar myndir frá Trondheim. Ein af Festningen sem er gamalt virki upp á hæðinni. En er samt neðar en ég bý. Og svo náttúrulega af hinum myndarlega Fishstick. ;)

Rithöfundurinn eg


Sjáiði bara ég hef skrifað bók!!! Rétt svo byrjuð í náminu og strax búin að gefa út bók! Geggjað.
Ég var að lesa þessa bók þegar ég tók eftir því að einn af höfundunum er með þetta frábæra eftirnafn. Bókin er um skipsflakið sem við erum að fara að skoða í oktober með ROV (sem er lítill kafbátur). Fannst þetta bara sniðugt. :)

fimmtudagur, september 20, 2007

Ferðalög!!!

Á næstu mánuðum mun ég ferðast mikið. Allaveana finnst mér það. Í næstu viku er skólaferðalag (2 daga), svo fer ég snemma í okt til Bergen (6 dagar), daginn eftir það fer ég í annað skólaferðalag til Bud sem er einhverstaðar fyrir norðan á skip að skoða hvernig djúpsjavar skipsflök eru skoðuð. Vonandi verð ég ekki svjóveik. Við munum eyða öllum deinum út á hafi. Note to self: kaupa sjóveikistöflur!!! Síðan......fer eg til Stokkhólms að hitta frábært fólk! Og svo held ég að ég komi á klakann einhvern tímann í lok desember, er ekki búin að ákveða það alveg.
Annað sem er að frétta af mér er að ég er búin að kaupa mér gullfisk, hann heitir Fishstick, vegna lítillar hreyfingar fyristu klukkutímana sem ég átti hann. Svo er ég búin að skammast í hinum sambýlingunum mínum, vegna ógeðslegrar umgengni í litlu eldhúsi. Ég held að þau hafi tekið það til sín. Kannski dugar það í nokkra daga. En ég var allavegana að skoða herbergi til leigu í gær. Sá nokkur sem mér leist betur á en þetta hér. Aðalega líka vegna staðsetningarinnar. Ég er ekki mikil strætó kona, enda er það líka bara dýrt! Whatch this space_____!

föstudagur, september 07, 2007

Ég er orðin Norsk!!! Ég fékk norsku kennitöluna mína í gær. Jei! Þetta hefur sem sagt lagast með internetinu Dagný! Annar er voða líið að frétta. Keypti mér regnkápu í dag. Neni ekki að vera alltaf í útivistajakka þegar það rignir. (Ha ha bara að koma með afsökun fyrir að hafa keypt hann). Er ekki enn komin með vinnuaðstöðu eins og mastersnemar eiga að fá. Ástæan fyrir því er sú að það eru svo margir sem eru ekki búnir með ritgerðirnar sínar og eru því á fresti. T.d. hefur enginn útskrifast úr sjávarforleifafræðinni. Þrátt fyrir að þetta sé tveggja ára nám og ég held að ég sé í þriðja árgangnum. Ótrúlegt! Vona að þetta eigi ekki eftir að eiga við um mig.

miðvikudagur, september 05, 2007

Innskraning i skola

Af hverju þarf innskráning í háskóla að vera svona erfið. Ná í mismunandi kort, bíða eftir kortunum, fara á ákveðinn stað til að fá email og aðgangsorð. Skráning í próf..... og fleira og fleira. Alveg ótrúlegt! Ætli þetta sé til þess að skapa fleiri skrifstofustöður innan háskólanna eða.... Allavegana finst mér þetta vera óþarfa vesen og snúningar. Svo er ég enn þá að bíða eftir kennitölu, hún átti að koma á mánudaginn. hummmm!
Annað sem fer mikið í taugarnar á mér þessa dagana eru löng svört hár. Þau virðast vera út um allt! Fæ geðveika klíju við að sja þau á t.d. uppþvottabursta (fór strax og keypti minn eiginn), og á eldhúsborðinu sem engum dettur í hug að þurka af. Nöldur nöldur nöldur..... Annars er ég bara í góðu skapi! ;)
P.s. Sandra sendu mér mynd af nýja hárinu!!!!