fimmtudagur, mars 29, 2007

læri, læri...


nú ætti ég að vera að skirfa í ritgerðinni minni fyrir mannabeinafræði.. en í staðin er ég búin að skoða öll blogg sem ég skoða að jafnaði, ganga aðeins frá dóti hérna heima og setja páskagrein í vasa. Vandinn er að ég nenni bara ekki að skrifa, eða hugsa og mikið... ég væri alveg til í að lesa eitthvað sniðugt og fornleifafræðilegt. En ekki vinna í ritgerð. Ah, svona er lífið bara!

fimmtudagur, mars 22, 2007

Kjani!!


Stundum á ég það til að vera fljótfærin. Eins og tvö síðustu kvöld sanna, en Sandra lét mig fá link á síðu þar sem maður getur horft á Gray´s Anotomy og ég varð voða spennt og byrjaði á að horfa á það sem ég hélt fyrsta þáttinn. Svo í kvold fór ég að horfa á annan þáttinn þar sem ein persónan sem ég hafði horft á í þættinum í gær var kynnt til sögunnar. Þá fór ég aðeins að hugsa..... hummm gæti verið að ég sé að horfa á þetta í vitlausri röð. Er ég með svo mikla fortíðar dýrkun að ég verði að gera allt afturábak? Ég les til dæmis alltaf blöðin afturábak... svo náttúrulega er fornleifafræðin svolítið afturábak. Ég get greinilega ekki byrjað á byrjunninni! Bara smá pæling.