mánudagur, janúar 29, 2007

Jesu i stræto

Var á leiðinni heim úr vinnunni áðan og settist frekar aftarlega í vagninn. Eftir smá stund var pikkað í öxlina á mér og ég spurð " hefur þú heyrt um kirkju Jesú Krists?" Eftir það var mér réttur miði með nokkrum vel völdum spurningum og heimasíðu mormóna og smá fyrirlestur með um hvað trúin væri æðisleg osfr.. Jei! Ekki nóg með að þeir banki á hurðina hjá manni og ónáði mann heldur sitja þeir fyrir manni í strætó líka. Þegar að trúboðinn sá að ég var ekki alveg að kaupa boðskapinn þá spurði hann hvort að ég ætti einhverja vini sem hefðu áhuga á þessu. Vá hvað það væri evil að siga mormónum á vini sína. hahahahahahahaha Passið ykkur bara!! ;)

laugardagur, janúar 27, 2007

sma prufa


aðeins að prufa hvort að ég kunni þetta. Ein af mörgum myndum sem teknar voru í áramótapartýinu hjá Ingu.
Annars er mest lítið að frétta, fyrir utan mikinn pirring yfir því að vera dregin út í vettvangsferð í gær sem var illa auglýst. Grrrrrrr! Eftir að standa úti í kulda, rigningu og þoku er ég aftur orðin veik. :( Skrítið hvað ég er ekki spennt yfir fornvistfræði. Hummmm!

mánudagur, janúar 08, 2007

áramotaheit!!!

ég ákvað núna rétt áðan að mitt auka áramótaheit yrði að vera duglegri að blogga! Einnig ætla ég að rifja upp þá visku um hvernig maður setur myndir inn á bloggið og læra að setja inn linka! jei! Einnig ætla ég að reyna að gera fleiri skammtilega hluti en á seinustu önn. Allt þetta fellur náttúrulega undir kaflann í lífi mínu sem heitir post BA ritgerð. ;) Sjáumst!

sunnudagur, janúar 07, 2007

Sunnudagar

Einhvern meginn tekst mér alltaf að sannfæra sjálfan mig á laugardögum að ég muni vera ótrúlega dugleg að læra á sunnudögum og að ég muni nýta tímann vel. Það hefur þó enn ekki gerst. Því á sunnudögum á maður að slappa af. Eða það finnst mér alla vegana. Þess vegna gerist það á sunnudögum að ég sannfæri sjálfan mig á því að mánudagar séu ofsalega góðir dagar til þess að vakna snemma og læra fullt. Veit ekki alveg með það.
En um eitthvað allt annað núna.... Ég fór í bíó í gær á Little Miss Sunshine, hún er æðisleg. Fólk fór flissandi út úr salnum. Mæli með henni! ;)