föstudagur, janúar 25, 2008

blogg leti

Ég hef tekið eftir því að það virðist vera almenn blogg leti á þeim blogg síðum sem ég skoða. Eða kannski er ástæðan bara sú að það eru allir bara rosalega bissí. Svona eins og ég ætti að vera. En ég var bara að koma rosalea seint á "skrifstofuna" mína og nenni ekki alveg að læra.
Note: það er enn þá slabb og rigning. Mér finnst að maður ætti að fá frí stígvél og regnhlíf þegar maður kemur til Noregs! Bara sem svona start pakki! ; o )
p.s. ég er farin að geta borðað hrökkbrauð aftur þannig að ég er tilbúin fyrir sumarið!!! Bring it on!!!!

fimmtudagur, janúar 24, 2008

slabb og stígvél


Er einhver í heiminum sem finnst slabb vera gott? Allavegana ekki ég! Þoli það ekki. Sérstaklega þegar það er slabb í marga daga. Ég er alveg rennandi blaut á fótunum eftir að hafa labbað í skólann. Ömurlegt! Mig vantar sæt stígvél (sem kosta ekki skrilljón!!) Kannski eins og þessi hér.
p.s. leiðilegi strákurinn úr íbúinni minni er fluttur út!!!!!!!!!!!!!! Jesssssss!

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Komin "heim"

Loksnins komin aftur til Þrándheims, eða kom reyndar í gær en var of þreytt til þess að gera nokkurn skapaðann hlut. Þetta held ég að sé erfiðasta ferðalag sem ég hef á ævi minni farið. En ástæðan fyrir því að ofur einfalt of í raun stutt ferð varð svona erfið var 11 tíma bið á flugvellinum í Osló, um nótt þegar flest er lokað og rónar og drukkið fólk á stjá. Æðislegt að finna hlandlykt af einhverjum sem er hinum meginn í flugvallabyggingunni, vissi ekki að það gæti verið svona vond lykt af fólki. En ég held að einn af meðleigendunum mínum sé að reyna að búa til samskonar vonda lykt inn í eldhúsinu okkar, því þegar eg kom inn var vibba fýla og sökudólgurinn var blóðugur plastpoki sem var búinn að liggja á eldhúsborðinu. (Sem sagt þá er leiðinlegi strákurinn því miður ekki fluttur út).
En allavegana ..... GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!