þriðjudagur, desember 09, 2008

Bryn brýni

Ég var í jólaboði Vitenskabsmuseet seinasta föstudag. Það var voða fínt, fullt að borða, góður matur og fríir drykkir. Sumir af safninu höfðu ákveðið að hita aðeins upp fyrir boðið og byrjað að fá sér í glas um hádegið! (Ég er ekki að tala um sjálfa mig hér)
; ) Allavegana þegar ég var að kynna mig fyrir einum af forleifafræðingunum af safnin, sem heitir Hein, kynnti mig sem Bryn. Hann varð alveg ofsa glaður og kallaði upp yfir alla að við hétum það sama. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að maðurinn hélt að ég væri norsk og héti bryn=brýni. Það tók hann líka smá tíma að meðtaka það að ég héti reyndar Brynhildur, sem var greinilega ekki eins sniðugt og þrætti fyrir það. Allavegna þá fannst mér þetta soldið fynndið þar sem ég fékk þetta viðurnefni í sumar, Bryn brýni. Það virðist greinilega eitthvað vera til í þessu. ; )