þriðjudagur, desember 12, 2006

stress og ritgerðarsmið

Einu sinni hefði ég dundað mér við það að blogga þegar ég hafði mikið að læra, t.d. eins og skrifa fullt af ritgerðum. En nú þá er ég í svo miklu stressi yfir þessu öllu saman og finnst þetta bara ekkert gaman og get því ekki bloggað. Ekki það að ég geri mmikið af því, ehem! En hverjum datt í hug að hafa BA ritgerðir... hvað þá doktorsritgerðir..Brjálæðingar!!! Ég veit ég á að vera að skrifa núna en ég ákvað að ég yrði að deila áhyggjum mínum með ykkur.... ;) jæja, koma svo!!!

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

nokkrum grömmum lettari

Þetta var það sem ég fékk að heyra þegar ég fór og lét taka af mér fæðingablettina í gær. Að nú hlyti ég að vera nokkrum grömmum léttari. Ný leið til að grenna sig komin fram!! Gleymið fitusoginu.....takið fæðingablettina af og grennist!
Hummm! Fannst þetta komment ekki alveg viðeigandi. En hvað um það, nú sit ég heima og bíð eftir að detta í lærigírinn.... hann er eitthvað tregur á sér þessa dagana. sjáum hvað gerist....

Af hverju er ekki kominn 4 jan? Oh well...

mánudagur, október 23, 2006

Læristuð

nú er ég búin að sitja fyrir framan tölvuna mína í klukkutíma og enn ekki komið mér að því að fara að læra. Þetta er alveg ömurlegt ástand að geta ekki byrjað, svo er það alltaf fínt þegar maður er kominn á skrið. Í staðinn er ég búin að fara nokkra blogg hringi og háma í mig m&m´s. Hið fullkomna líf væri að ég væri búin að læra fullt og fara með hundinn í gönguferð.
jæja......koma svo!!!!!!

föstudagur, október 13, 2006

menningakvöld

Í kvöld er planið að kanna tvær ólíkar menningar. Fyrst japanska shusi menningu, með smá stórborgara brag eins og maður sér alltaf í sjónvarpinu. ;) Og svo er ferðinni heitið á Oktoberfest háskólans, sem sagt þýsk menning. Þar sem verður mikið drukkið og skrallað. Og eins og flest allir fræðafélags meðlimir eru að hugsa þá er svolítið erfitt að finna sér outfit fyrir þetta tvennt! Mikil dilemma hérna! Ætli útkomman verði ekki bara eins og þegar maður ætlar að fara á djammið um hávetur hér á landi. Fínn undir mörgum lögum af hlýjum fötum. Hummmmm! sjáum til...

miðvikudagur, október 11, 2006

English version below

Smá prufa hérna, fyrst að ég var beðin um að skrifa á ensku, þá ætla ég að setja ensku þýðinguna eða eitthvað af henni fyrir neðan. Er búin að vera að vesinast í nýju forriti (allavegana fyrir mig) sem heitir Pages og er að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að skrifa Ritgerðina í þessu forriti eða halda áfram að vinna í Word, þar sem stafsetningar púkinn minn virkar ekki.
Önnur pæling; hvernig á maður að geta grennt sig ef maður gerir ekkert annað en að sitja heima og skrifa? Minntist eg á að borða nammi á meðan maður situr heima og skrifar????
Ratso update:
Maxi a.k.a Ratso skrifar: í dag er ömurlegt veður, þannig að ég hef gert í því að fela mig undir teppi. Og ef einhver reynir að plata mig út þá passa ég mig sko að hreyfa mig ekki. Ég ætla ekki út. En þar sem ég er lítill (en stór í hugsun ) og á frekar erfitt með að tjá mig við þau hin þarna þá er ég alltaf bara tekinn upp og settur út. Ekki sanngjarnt. Hvar er sólin, hvar er sombrero hatturinn og Tequilað????

Have been trying to work my way through this new software (new for me at least) that is called Pages and I am wondering if I should write my Essay in that or in Words, where my spell checker doesn´t work.
Annother thought; How am I supposed to loose weight if I do nothing else but sit at home and write? Did I mentione that I am eating sweets while sitting at home and writing???
Ratso update:
Maxi a.k.a Ratso writes: today the weather is misserable, so I will do nothing but hide myself under a blanket. And if someone tries to trick me into going out I make sure that I don´t move a whisker. I am not going out. But since I am only small (big in my mind) and have a hard time expressing myself I am always picked up and put outside. Not fair. Where is the sun, where is the sombrero hat, where is the Tequila???

mánudagur, október 09, 2006

Tungumalakunnatta

Já það er búin að líða ansi langur tími síðan ég ætlaði mér seinast að blogga en ég hef bara hreint út sagt ekki nennt því. En ætla nú að reyna. Ég hef verið að reyna að lesa fornleifafræði bók sem er á sænsku, tekur mig alveg óra tíma að krafsa í gegnum 10 bls. En mun halda áfram að reyna! Ég skal sigra!!! Nei nei, ekkert mikilmennsku brjálæði í gangi. Var samt að pæla hvort það væri ekki góð hugmynd að fá sér svona sjálfskennslu hljóðbók í dönsku eða einhverju öðru tungumáli. Ég held að það sé bara málið!!!! ;)
Var einnig að pæla hvort ég ætti ekki að hafa svona Maximusar update um hundinn minn, hann lifir nefnilega svo óheyrilega spennandi lífi. Hvað finnst ykkur?

mánudagur, júlí 24, 2006

Solbað!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það kom loksins sól í Hjaltadalinn!!!!!! Varð því að blogga um það. Fór nefnilega í Grettislaug og sjóbað á laugardaginn, bjóst aldrei við því að ég ætti nokkurn tíman eftir að fara í bikiní út í ískenskan sjó. Grettislaug var æði, kannski aðeins of heit en það var allt í lagi því veðrið var svo gott að maður gat setið á bakkanum með bjór í hendi og sólað sig!! Svo þegar hitinn var orðinn óbærilegur ;) þá skelltum við okkur bara út í sjó. ískalt!!!! Ætlaði að fara upp úr þegar ég var komin út í upp að hnjám en var dregin lengra út í og datt auðvitað. Þannig að ég varð rennandi!! Set kannski inn myndir af þessu ef ég get fengið þær. :) í gær var svo sólbaðinu haldið áfram, eyddi öllum deginum í það að liggja fyrir utan hjá mér, lesa bók og tjilla. Ah, vildi að veðrið væri alltaf svona gott. Er meira að segja með bikiní far!!!
En held að veðurguðirnir hafi haft svona gott veður þessa einu helgi svo að allir í Hjaltadal yrðu ekki settir á þunglyndislyf.....það var ekki langt í að það hefði verið nausynlegt eftri margradaga þoku og ömurlegt veður í allt sumar. En nú er þokan komin aftur og erfitt að sjá mun á degi eða nóttu.....yndislegt...... :(

mánudagur, júní 26, 2006

Þá er maður mættur aftur í vinnuna, til þess að vinna upp þann tíma sem maður var að liggja í leti á ströndinni og borða. ;) Búin að fara að synda (20 ferðir, en þeir sem hafa séð hóla laugina verða ekki impressed) og búin að borða dýrindis mat. Það var sagt nokkrum sinnum yfir matnum "hvað er þetta?" sem er ekki fínt, en þó hefur maturinn verið mun betri en seinast þegar ég var hér. Enda annar kokkur.
Ég kom aftur á Hóla um miðnætti í gær, og þar sem ég var að skipta um íbúð að þá gat ég náttla ekki farið bara að sofa heldur þurfti að raða og koma sér fyrir...finna internet innstungu sem virkar. Er núna í íbúð með Lísu en svo bætast 2 aðarar 1 júlí.
Mér finnst stundum eins og ég sé í útlöndum með nokkrum íslendingum hérna, alltaf töluð útlenska. Annars er það alveg ágæt, þá þarf ég bara ekkert að fara til útlanda á næstunni. Hummmm eða hvað...
hey mig vantar tillögur um nafn á bloggið mitt. Annars verð ég bara leiðinleg og kalla það eitthverju leirkera nafni....hahahaha

fimmtudagur, júní 22, 2006

Hæ aftur!!!

Jæja fékk símtal í gær frá suðurlandinu og var skömmuð fyrir að vanrækja bloggið mitt. Þá auðvitað verður maður að bregðast við því. Deila með ykkur sögum af mínu ofur spennandi leirkera lífi á Hólum. :) Er núna sem sagt að reyna að koma saman einni framviduskýrslu sem ég á að skila á morgun því að ég ætla að skreppa í stórborgina yfir helgina.
Í gær var grillað á Hólum...í roki og kulda. Útlendingarnir sátu frosnir á bekkjunum og furðuðu sig á því afhverju íslendingar yrðu alltaf að vera úti á dögum eins og 17. júní og jónsmessu þótt að það sé skíta veður. Einhver sem getur komið með svar við þessu? Ég gat það ekki enda var ég að drepast úr kulda og komin í loðskinns vetlinga og með húfu þegar var verið að ræða þetta. Eftir grillið var farið inn á djamm staðinn, verkstæðið, og drukknir nokkrir bjórar. Það er ekki langt frá því að maður sé með smá þynnku. :(
Ég lofa að vera duglegri að blogga en ég var í vetur....og kannski ég setji líka bara upp nokkra linka og myndasíðu.....þa bara aldrei að vita!

mánudagur, janúar 30, 2006

Hangikjöt!!!

Þá erum við loksins búnar að sjóða hangikjötið sem við komum með frá Íslandi. Nicola á örugglega eftir að fá sjökk þegar hún kemur heim....út af lyktinni! hehehehehe! Fór í fyrstu úti köfunina mína í gær. Við fórum í gamla námu sem er búið að breyta í æfinga stað fyrir kafara. Og það var búið að sökkva alskonar drasli, eins og tveim bátum, og festa á þá einhverja action kalla, fullt af dekkjum og smá rusl. Soldið kalt, vatnið var 4 gráður, viðbjóðslegt hitastig þegar maður þarf að taka af sér köfunargleraugun og hendurnar á manni voru tilfinningalausar eftir fyrstu köfunina og þangað til við fórum á kaffistofuna til þess að bíða eftir að verða sókt. Er núna að reyna að þurka þurrbúninginn minn í stofunni. Verður örugglega skemmtileg lykt af honum líka! Gaman þegar ég skila honum í kvöld. :) Annars er ekkert að frétta nema það er fullt að gera í skólanum, hef aldre haft svona mikið að gera fyrir skólann í janúar á ævinni!!!! Og oh verð að minnast á það að ég og Gugga erum að fara í British Museum í næstu viku, fáum að fara niður í kjallara og skoða gripina frá Sutton Hoo!!!!! Bara smá mont!!!!

þriðjudagur, janúar 17, 2006

hallo aftur!

Rosalega langt síðan ég bloggaði síðast! Annars langði mig bara til þess að athuga hvort þetta myndi birtast á síðunni því Guggu blogg er víst með einhverja uppreisn. Jæja búin að kaupa miða handa mömmu og pabba í lestina, fjúkk! Núna þarf ég bara að vinda mig í að kaupa miða handa Louie svo að hún komist nú hingað upp eftir! Annars hef ég ekkert annað segja, nema að mig kvíður geðveikt fyrir því að þurfa halda fyrirlestur um Sutton Hoo, fyrsta manneskjann til að halda fyrirlestur á seminarinu! Shit! Fyrirgefiði orðbragðið! Ég held að ég þurfi nú bara að skreppa í rólegt bað! c ya!