föstudagur, maí 16, 2008

próflok og riging

Hvernig stendur á því að það er alltaf gott veður þegar maður er í prófum, en svo þegar maður er búin með þau þá kemur rigning og vesen? Ég bara skil þetta ekki. En ég ætla samt að vera bjartsýn og fara í búðir og kaupa mér kjól fyrir 17 maí. Norðmenn eru víst fínir á þjóðhátíðardaginn sinn. Meira en íslendinar að mér skilst. Sjáum til með það. En allavegana þá er ég búin í prófum, mun eyða seinustu nóttinni í Moholti i nótt (Jei!!!) og svo fer ég bara bráðum að koma heim!!! Þá verður ekki mikill tími til þess að vera í kjól, en það er samt gaman að geta hugsað til þess að eiga sætann kjól inn í skáp. Kannski get ég verið í honum þær helgar sem ég verð í RVK. ; ) En fyrst ætla ég að eyða lúxus tíma í Þrándheimi í tvær vikur, svo kem ég. ; ) Sjáumst!