miðvikudagur, desember 19, 2007

Rokrassgat

Ég er komin heim til Íslands í hið yndislega og frískandi veður. Oh mig langar bara til þess að vera úti allan daginn.ótrúlegt en satt þá eru jólin næst mánudag og mér finnst ég ekki vera komin í almennilegt jólaskap enn þá. Kannski er ég bara ekki búin að hlusta á nógu mikið af jólalögum. En allavegana þá held ég að ég hafi verið búin að heimta að fara í ísbúðarleiðangur. ; )
Prófin gengu ágætlega, eða vona það bara. Fengum "litla" spruningu sem var að segja frá helstu skipatækni í Evropu (frá byrjun) og ræða hvað er líkt og ólíkt á milli svæða. Notaði alla 6 tímana til þess að svara þessu og skrifaði 14 bls.
En allavegana þá er ég í leit að jólaskapi og ætla því að baka jólasmákökur núna.....

laugardagur, desember 08, 2007

próf

Oh, ég nenni ekki að vera í prófum. Þótt ég sé bara í tveimur prófum þá er ég búin að vera að stressa mig yfir þeim í svo langann tíma að ég er bara alveg búin á því.... og prófin ekki enn þá byrjuð. En nú eru aðeins 3 dagar þangað til ég tek hið ömurlega próf í Maritime Culture 1. Sem er aðeins um þróunn skipa, allstaðar í heiminum!!! Ég og tvær aðrar stelpur í bekknum minum erum að taka sénnsinn á því að það verði spurt um Miðjarðahafið og Atlantshafs svæðið. Þá er bara að krossleggja fingur!! ; )
Shit afhverju er ekki búið að uppgötva spóla framm takkann á tíma. Þá væri kominn föstudagurinn 14 des eftir klukkan 3 hjá mér. En hjá ykkur?

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Regnhlifar

einhvern meginn hafði mér aldrei dottið í hu að nota regnhlíf í snjókomu. En þetta er mjög algeng sjón hér í Þrándheimi að sjá, aðalega konur, með regnhlíf til þess að skýla sér frá snjókomunni. Hef ég bara aldrei tekið eftir þessu áður eða er þetta eitthvað sér norskt eða útlenskt?

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Meiri snjo meiri snjo meiri snjo


Það er búið að snjóa síðustu 4 daga. Og það er spáð snjó næstu vikuna. Ég er að mestu búin að vera inni hjá mér að læra síðan á föstudag. Ég vil ekki fara út. Það er kalt, ég verð blaut í fæturnar.... ekkert sniðugt. En ég ætla nú samt niður í bæ í dag. Þó að það sé íslenskt veður, snjór og vindur. Það er vanalegst ekki vindur hér í Þrándheimi. Ég held að ég sé orðin allt of dekruð af góðu veðri. Annars er mest lítið að frétta af mér. Ég er bara að læra undir ömurlegustu próf aldarinnar. En eftir 19 daga verð ég komin í jólafrí!! Jeii!!!!!

föstudagur, nóvember 16, 2007

Stokkhomur

Takk fyrir frábæra ferð til Stokkhólms. Hérna eru nokkrar myndir frá ferðinni. Set fleiri inn á myndasíðuna mína seinna.

Gugga og Sandra hitta local íbúa stokkhólms.

Hið vel auglýsta fyrirpartý eða forleikur ein os norsararnir kalla það. ; )

Allir voða fínir og sætir.

Skál!!!!

föstudagur, október 26, 2007

The Fog!!!!

Hérna í Þrándheimi er geðveik þoka. Þetta er verra en var á Hólum 2006, en vonandi verður þessi þoka ekki jafn lengi og þokan a Hólum. Ég var á leiðinni heim frá Söru sem er með mér í bekk í gærkvöld og ég sver að ef ég hefði ekki þekkt leiðina mjög vel þá hefði ég geta týnst og væri það enn... einhverstaðar vafrandi m þrándheim. Eða kannski ekki alveg, en það var allavegana geðveik þoka!!!! Belive you me!!!

mánudagur, október 22, 2007

Bryn sjofari


Ég fór í skólaferð seinasta miðvikudag. Planið var að keyra suður til Bud sem er lítið sjávarþorp og gista þar tvær nætur og eyða dögunum um borð í rannsóknarskipi NTNU (skólinn minn) og skoða leifar af skipsflaki sem liggur á 170 m. dýpi með randýrum ROV sem var hannaður sérstaklega fyrir þessa rannsókn (sem kallast Ormen Lang, þið munið ég skrifaði bók um þetta ; ) ). En það varð smá breyting, þar sem veðrið var vont og skipið fast í næst firði, mér til mikillar gleði, (á það til að verða sjóveik eins og flestir muna eftir sem fóru til Papeyjar) og við eyddum því deginum í að skoða okkur um og skoða nokkrar fornleifar. Þegar við vorum komin heim aftur og í nýkomin úr sturtu fáum við þau skilaboð að skipið sé komið og við séum að fara þangað eftir klukkutíma. Sú sjóferð var fín því hún var í styttri kanntinum og ekki miklar ölduhreyfingar. En daginn eftir (föstudagur) áttum við að vera komin um borð kl 7 og vera til kl 6 um kvöldið. Þetta eru aðeins of margir klukkutímar fyrir mig um borð í skipi, sérstaklega þar sem við höfðum ekkert að gera annað en að fylgjast með. Ekkert rosalega spenó þó að mér finnist þetta hafa verið áhugavert að sjá. Allavegana þá eyddi ég 6 klukkutímum af föstdeginum í að líða illa um borð í skipi og svo 3 tímum í að líða ágætlega. Keyrðum svo 4 tima heim, enn þá með ölduhreyfingar í hausnum á mér. Man það bara að taka tvær sjóveikistöflur næst! : ) Myndin er af bekkjarfélögum mínum í sínum vitsmunalegustu pósum við stjórnstöð kafbátsins (ROV).

fimmtudagur, september 27, 2007

Skoðanakönnun!!!


Hvað finnst ykkur um þessa úlpu?

Nyjar myndir


Það eru nýjar myndir á myndasíðunni. Þær eru úr skólaferinni. Ef einhverjum vantar lykilorðið sendið mér þá bara mail.

laugardagur, september 22, 2007

og...

ég var að setja inn nokkrar nýjar myndir frá Trondheim. Ein af Festningen sem er gamalt virki upp á hæðinni. En er samt neðar en ég bý. Og svo náttúrulega af hinum myndarlega Fishstick. ;)

Rithöfundurinn eg


Sjáiði bara ég hef skrifað bók!!! Rétt svo byrjuð í náminu og strax búin að gefa út bók! Geggjað.
Ég var að lesa þessa bók þegar ég tók eftir því að einn af höfundunum er með þetta frábæra eftirnafn. Bókin er um skipsflakið sem við erum að fara að skoða í oktober með ROV (sem er lítill kafbátur). Fannst þetta bara sniðugt. :)

fimmtudagur, september 20, 2007

Ferðalög!!!

Á næstu mánuðum mun ég ferðast mikið. Allaveana finnst mér það. Í næstu viku er skólaferðalag (2 daga), svo fer ég snemma í okt til Bergen (6 dagar), daginn eftir það fer ég í annað skólaferðalag til Bud sem er einhverstaðar fyrir norðan á skip að skoða hvernig djúpsjavar skipsflök eru skoðuð. Vonandi verð ég ekki svjóveik. Við munum eyða öllum deinum út á hafi. Note to self: kaupa sjóveikistöflur!!! Síðan......fer eg til Stokkhólms að hitta frábært fólk! Og svo held ég að ég komi á klakann einhvern tímann í lok desember, er ekki búin að ákveða það alveg.
Annað sem er að frétta af mér er að ég er búin að kaupa mér gullfisk, hann heitir Fishstick, vegna lítillar hreyfingar fyristu klukkutímana sem ég átti hann. Svo er ég búin að skammast í hinum sambýlingunum mínum, vegna ógeðslegrar umgengni í litlu eldhúsi. Ég held að þau hafi tekið það til sín. Kannski dugar það í nokkra daga. En ég var allavegana að skoða herbergi til leigu í gær. Sá nokkur sem mér leist betur á en þetta hér. Aðalega líka vegna staðsetningarinnar. Ég er ekki mikil strætó kona, enda er það líka bara dýrt! Whatch this space_____!

föstudagur, september 07, 2007

Ég er orðin Norsk!!! Ég fékk norsku kennitöluna mína í gær. Jei! Þetta hefur sem sagt lagast með internetinu Dagný! Annar er voða líið að frétta. Keypti mér regnkápu í dag. Neni ekki að vera alltaf í útivistajakka þegar það rignir. (Ha ha bara að koma með afsökun fyrir að hafa keypt hann). Er ekki enn komin með vinnuaðstöðu eins og mastersnemar eiga að fá. Ástæan fyrir því er sú að það eru svo margir sem eru ekki búnir með ritgerðirnar sínar og eru því á fresti. T.d. hefur enginn útskrifast úr sjávarforleifafræðinni. Þrátt fyrir að þetta sé tveggja ára nám og ég held að ég sé í þriðja árgangnum. Ótrúlegt! Vona að þetta eigi ekki eftir að eiga við um mig.

miðvikudagur, september 05, 2007

Innskraning i skola

Af hverju þarf innskráning í háskóla að vera svona erfið. Ná í mismunandi kort, bíða eftir kortunum, fara á ákveðinn stað til að fá email og aðgangsorð. Skráning í próf..... og fleira og fleira. Alveg ótrúlegt! Ætli þetta sé til þess að skapa fleiri skrifstofustöður innan háskólanna eða.... Allavegana finst mér þetta vera óþarfa vesen og snúningar. Svo er ég enn þá að bíða eftir kennitölu, hún átti að koma á mánudaginn. hummmm!
Annað sem fer mikið í taugarnar á mér þessa dagana eru löng svört hár. Þau virðast vera út um allt! Fæ geðveika klíju við að sja þau á t.d. uppþvottabursta (fór strax og keypti minn eiginn), og á eldhúsborðinu sem engum dettur í hug að þurka af. Nöldur nöldur nöldur..... Annars er ég bara í góðu skapi! ;)
P.s. Sandra sendu mér mynd af nýja hárinu!!!!

mánudagur, ágúst 27, 2007

Oheppni


Dagurinn í dag byrjaði vel, þrátt fyrir að það tók mig um það bil klukkutíma að komast fram úr rúmminu. Það er búin að vera rigning núna í nokkra daga og það engin smá demba. En ég þurfti að fara niður í næsta háskólahverfi til þess að borga annargjald og gá hvort að ég væri skráð. Ákvað því að prófa nýja hjólið mitt (mjög ódýrt og úr súpermarkaði), kláraði skóladæmið á mun styttri tíma en ég hélt að það myndi taka og ákvað því að fara niður í bæ og kaupa eina bók fyrir kúrsinn minn og byrja að lesa (fæ ekki enn þá bokasafnskort af því að mig vantar annarkort og skólakort). Ekki góð hugmynd. Stuttu eftir þessa ákvörðun og á fleygi ferð niður lengstu brekku í heimi byrjaði helli demba. Þegar ég komst loksins í bókabúðina var ég svo blaut að droparnir láku af mér og á bækurnar. úps! Til þess að komast heim til mín þarf ég að fara upp heimsins lengstu brekkuna, þegar ég loks komst allaleið upp voru lærin hætt að virka, eða svo gott sem.Svo þegar ég set hjólið mitt inn sé ég að afturdekkið er sprungið!!!!! Og ekki nóg með það heldur komst ég svo að því að það er mús sem býr í eldhúsinu okkar! Æði! En annars er allt gott að frétta. Ég kem heim til Íslands á föstudaginn og fer aftur á mánudag. Hlakka til að sjá ykkur (vonandi eitthvað)

föstudagur, ágúst 24, 2007

Blogg leti

já ég er enn þá á lífi. Hef það mjög fínt hérna í Norge. Búin að versla fullt í Ikea, hef aldrei eytt svona miklum pening þar áður, en nú á ég líka diska, potta, hnífa og fleira. Varð líka að gera steríla herbergið mitt eitthvað kósí. Bein hvítir veggir, ljótur grænn dúkur á gólfinu, skrifborð, litið borð, hilla og fataskápur. En núna lítur þetta mun betur út. Synd að ég get ekki sagt það sama um eldhúsið og baðið. Reyndi að þrífa það eftir að ég flutti fyrst inn.... matarborðið var svo klístrað að ég held að það hafi aldrei verið þurkað af því. En samt verð ég að segja að þetta lítur mun betur út en ég bjóst við. Set inn myndir seinna. Ég keypti mér nýja myndavél og er að reyna að vera dugleg að ljósmynda.
Fór í skólann á miðvikudag og i gær. Mjög gaman. Við erum 5 stelpur og einn strákur í mínum árgang, 4 útlendigar með mér og svo tveir frá Noegi. Kúrsarnir hljóma mjög spennó. Og svo erum við að fara í tveggja daga ferð 24 - 25 sept. í boði skólanns að skoða fornleifar hinum meginn við fjörðinn. Lofa að taka fullt af myndum af þvi. Svo er ég búin að kanna köfunar klúbbana hér. Fornleifafræðingarnir virðast ekki vera í skóla klúbbnm. En einn af mastersnemunum er köfunarkenari svo að það lítur út fyrir það að ég geti fengið góðann díl á næstu gráðum. ;) Annars er ég líka að koma aftur til Íslands því Júlíus Máni verður skírður 1 sept. Því miður verður það til þess að ég missi af fyrsta fornleifafræði djamminu. En þau verða ábyggilega fleiri.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Ta da.....

Hallo! Já ég er enn á lífi og... með nýtt hár!! Geggjað!

En nú er komið að því að ég fari að blogga ofar þar sem ég er að fara að stinga ykkur af alla leið til Norge og kem aldrei aftur (alla vegana samkvæmt Bjarna).
Til þess að gera bæði ferð mína til nýs lands og þetta blogg skemmtilegra þá er ég búin að vera skoða myndvélar, svona alvöru en ég bara veit ekki hvort að það sé alveg ég. Hvort að ég muni einhverntíman nenna að læra á hana og það sem meira er hvort að ég muni nokkurn tíman nenna að druslast með hana um allt. Kannski ætti ég bara að kaupa mér svona litla digital og láta hitt bíða þangað til ég verð stór.

sunnudagur, maí 20, 2007

Helgin

Jæja þá er þriggja daga helgin að enda. Búið að vera fínt. Sól og sumar, tvö djömm, vaknaði með kompaní í rúmminu á laugardag (aðeins könguló :( ), búin að leika við nýju tölvuna mína. Sem sagt fín helgi í alla staði, þ.e. fyrir utan áttfættlinginn sem endaði sitt stutta líf snöglega á gólfinu hjá mér. Muahahaha!

mánudagur, maí 14, 2007

grafa stora holu

Á morgun er ég að fara upp í sveit að grafa stóra holu. Jei!! Hlakka mikið til! ;) Nenni samt engann veginn að pakka. Enda megum við taka með okkur mjög takmarkaðann farangur. Í tilefni af því að ég er að fara vera mikið úti og örugglega smá kalt þá nældi ég mér í eitt stikki kvef! Aftur! Alveg ótrúlegt! En allavegana þetta verður frábært! Sjáumst! Ciao!

föstudagur, maí 11, 2007

Buin

Í dag fór ég í mitt seinasta próf í BA náminu. Eftir það fór ég með Manna og Sindra og fengum okkur bjór á Galileo (eina borðið sem var laust í sól). Fór svo heim og blandaði mér Mojito, drakk það í fordrykk fyrir matinn og er núna við það að sofna. Er sem sagt með algjört spennufall. Ekki það að þetta hafi verið mikil spenna núna seinustu daga en er samt alveg búin á því. Verð bara að slappa af þangað til á morgun þegar það verður hið mesta kosningateiti. Jíííha ;)

Ok ætlaði að senda þennan póst og hafa skrilljón upphrópunarmerki en blogger bannar það.... Þvílík ritskoðun.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Nyjasta tækni og visindi!!

Ok kannski ekki alveg nýjasta tæknin en..... Ég á flottasta flakkara sem til er!!!!! Hann er lítill og sætur og er 145 GB stór. Litli flakkarinn minn er jafn stór og stóru ipoddarnir!!! Hver á bíómyndir handa mér???

miðvikudagur, maí 09, 2007

Lipurta

Það var ég á mánudaginn þegar ég fór með Guggu að kafa. Sveif um eins og fiðrildi við Kleifarvatn. Ok, kannski ekki í alvörunni en allavegana í huganum. ;) Nei maður er heldur stirðbusalegur þegar maður er kominn í allar græjurnar og ekki frá því að það votti fyrir smá innilokunarkennd þegar maður verður meðvitaður um það að ekki er svo auðvelt að fara úr þessu öllu saman aftur. Annars voru þetta fínar kafanir, alveg þanngað til tilfinnignaleysið í puttunum átti hug minn allann og ég vildi bara komast upp úr. Langar til þess að þakka Guggu fyrir að koma mér úr blöðkunum og vestinu. Annars væri ég örugglega þarna ennþá, buslandi um í fjörunni. Og gugga þú varst æði með sílíkonvarirnar.... hefði verið frábært Kodak moment!!! ;)

p.s. hverjum dettur í hug að kafa undir ís! Crazy people!!!!

þriðjudagur, maí 01, 2007

Ritgerðin i prentun!!!

Já það kom að því. Hin merku skrif eru loksins komin í prentun og verður þeim skilað á morgun. Að vissu leiti er þetta mjög erfitt þar sem þetta er víst orðið final og ekki hægt að gera neinar breytingar. Er nefnilega alveg viss um að ég hafi gleymt að laga eitthvað. Svona tilfinning sem maður fær t.d. þegar maður er kominn upp í flugvél á leið til útlanda og er að fara í gegnum allann farangurinn sinn í huganum til að athuga hverju maður gleymdi. En nú er það bara að krossa fingur og vona það besta.
Eitt leiðinlegt próf eftir og svo er ég fráls!!!!! Jessssss! ;)

laugardagur, apríl 07, 2007

Vesen

Hverjum hefði dottið í hug að það væri geðveikt vesen að skifta um pumpu í klósetti. Klósett eru allt of flókin. Fullt af skrúfum og þéttilistum. Treystið mér það er miklu einfaldara að skifta bara um klósett en að reyna að skifta út aukahlutum. Næst á dagskrá er að ná í nýtt klósett!

fimmtudagur, mars 29, 2007

læri, læri...


nú ætti ég að vera að skirfa í ritgerðinni minni fyrir mannabeinafræði.. en í staðin er ég búin að skoða öll blogg sem ég skoða að jafnaði, ganga aðeins frá dóti hérna heima og setja páskagrein í vasa. Vandinn er að ég nenni bara ekki að skrifa, eða hugsa og mikið... ég væri alveg til í að lesa eitthvað sniðugt og fornleifafræðilegt. En ekki vinna í ritgerð. Ah, svona er lífið bara!

fimmtudagur, mars 22, 2007

Kjani!!


Stundum á ég það til að vera fljótfærin. Eins og tvö síðustu kvöld sanna, en Sandra lét mig fá link á síðu þar sem maður getur horft á Gray´s Anotomy og ég varð voða spennt og byrjaði á að horfa á það sem ég hélt fyrsta þáttinn. Svo í kvold fór ég að horfa á annan þáttinn þar sem ein persónan sem ég hafði horft á í þættinum í gær var kynnt til sögunnar. Þá fór ég aðeins að hugsa..... hummm gæti verið að ég sé að horfa á þetta í vitlausri röð. Er ég með svo mikla fortíðar dýrkun að ég verði að gera allt afturábak? Ég les til dæmis alltaf blöðin afturábak... svo náttúrulega er fornleifafræðin svolítið afturábak. Ég get greinilega ekki byrjað á byrjunninni! Bara smá pæling.

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

jæja...

nú er ég búin að gera nokkrar tilraunir til þess að blogga eitthvað sniðugt, en það bara tekst ekki! Til eru tvær hugsanlegar útskýringar á málinu. 1. að líf mitt sé ekki það atburðamikið að ég geti bloggað um það oftar en einu sinni í mánuði. 2. að ég nenni einfaldlega ekki að blogga um það sem ég geri dags daglega. Niðurstaðan er í raun blanda af báðu. En kannski akkurat núna þá bara nenni ég þessu ekki.

mánudagur, janúar 29, 2007

Jesu i stræto

Var á leiðinni heim úr vinnunni áðan og settist frekar aftarlega í vagninn. Eftir smá stund var pikkað í öxlina á mér og ég spurð " hefur þú heyrt um kirkju Jesú Krists?" Eftir það var mér réttur miði með nokkrum vel völdum spurningum og heimasíðu mormóna og smá fyrirlestur með um hvað trúin væri æðisleg osfr.. Jei! Ekki nóg með að þeir banki á hurðina hjá manni og ónáði mann heldur sitja þeir fyrir manni í strætó líka. Þegar að trúboðinn sá að ég var ekki alveg að kaupa boðskapinn þá spurði hann hvort að ég ætti einhverja vini sem hefðu áhuga á þessu. Vá hvað það væri evil að siga mormónum á vini sína. hahahahahahahaha Passið ykkur bara!! ;)

laugardagur, janúar 27, 2007

sma prufa


aðeins að prufa hvort að ég kunni þetta. Ein af mörgum myndum sem teknar voru í áramótapartýinu hjá Ingu.
Annars er mest lítið að frétta, fyrir utan mikinn pirring yfir því að vera dregin út í vettvangsferð í gær sem var illa auglýst. Grrrrrrr! Eftir að standa úti í kulda, rigningu og þoku er ég aftur orðin veik. :( Skrítið hvað ég er ekki spennt yfir fornvistfræði. Hummmm!

mánudagur, janúar 08, 2007

áramotaheit!!!

ég ákvað núna rétt áðan að mitt auka áramótaheit yrði að vera duglegri að blogga! Einnig ætla ég að rifja upp þá visku um hvernig maður setur myndir inn á bloggið og læra að setja inn linka! jei! Einnig ætla ég að reyna að gera fleiri skammtilega hluti en á seinustu önn. Allt þetta fellur náttúrulega undir kaflann í lífi mínu sem heitir post BA ritgerð. ;) Sjáumst!

sunnudagur, janúar 07, 2007

Sunnudagar

Einhvern meginn tekst mér alltaf að sannfæra sjálfan mig á laugardögum að ég muni vera ótrúlega dugleg að læra á sunnudögum og að ég muni nýta tímann vel. Það hefur þó enn ekki gerst. Því á sunnudögum á maður að slappa af. Eða það finnst mér alla vegana. Þess vegna gerist það á sunnudögum að ég sannfæri sjálfan mig á því að mánudagar séu ofsalega góðir dagar til þess að vakna snemma og læra fullt. Veit ekki alveg með það.
En um eitthvað allt annað núna.... Ég fór í bíó í gær á Little Miss Sunshine, hún er æðisleg. Fólk fór flissandi út úr salnum. Mæli með henni! ;)