mánudagur, apríl 07, 2008

hvenær kemur almennilegt vor...


Það er kominn svo mikill sumar fílingur í mig ap ég get varla beðið. Langar svo í sól og sumar. En það á víst að koma vor þarna inn a milli veturs og sumars. Mér finnst enn þá vera aðeins of kallt til þess að segja að það sé komið vor. En það eru allavegana komnir knúppar á tréin, þúsundir fugla á ánna fyrir utan gluggann hjá mér.... það vantar bara sólina. Ég man hvað það var æðislegt þegar ég kom til Þrándheims í lok sumars í fyrra og gat farið í skólann í með eingann jakka og í opnum skóm. Mig langar í það aftur. Nenni ekki þessu húfu og vettlinga dæmi lengur. Allavegana þangað til ég fer að grafa, og komast í alvöru sumarfötin!! 3 lög af hlýjum fötum of gúmmítúttur..... hljómar vel!!