þriðjudagur, desember 09, 2008

Bryn brýni

Ég var í jólaboði Vitenskabsmuseet seinasta föstudag. Það var voða fínt, fullt að borða, góður matur og fríir drykkir. Sumir af safninu höfðu ákveðið að hita aðeins upp fyrir boðið og byrjað að fá sér í glas um hádegið! (Ég er ekki að tala um sjálfa mig hér)
; ) Allavegana þegar ég var að kynna mig fyrir einum af forleifafræðingunum af safnin, sem heitir Hein, kynnti mig sem Bryn. Hann varð alveg ofsa glaður og kallaði upp yfir alla að við hétum það sama. Það tók mig smá tíma að átta mig á því að maðurinn hélt að ég væri norsk og héti bryn=brýni. Það tók hann líka smá tíma að meðtaka það að ég héti reyndar Brynhildur, sem var greinilega ekki eins sniðugt og þrætti fyrir það. Allavegna þá fannst mér þetta soldið fynndið þar sem ég fékk þetta viðurnefni í sumar, Bryn brýni. Það virðist greinilega eitthvað vera til í þessu. ; )

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Varð að bæta þessu við

Mér finnst þetta of fyndið!

Ekki viss um að Maximus myndi fíla þetta!

Augljóslega prófa tími

því ég í fyrsta lagi er farin að blogga mun meira en ég hef gert aður, skrifa fólki líka email (eitthvað sem ég hef ekki alveg nennt að gera hingað til), og svo er ég farin að hugsa kjánalega hluti. Dæmi um það er að allt í einu finnst mér ég vera með stórar hendur! Aldrei pælt í þessu fyrr. Svo var ég farin að velta því fyrir mér kvað ég geti gert við hárið á mér um jólin. Langar ekki til þess að hafa það bara eins og það er. En allavegana þrátt fyrir að vera kjurr við skrifborðið þá tekst mér að gera allt annað en að skrifa þessa blessuðu fornleifaverndar ritgerð. Skrítið.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Mig langar... en má ekki

fara og eyða fullt af pening!!! Kaupa mér föt og fína skó og alls konar. En þetta má ekki. Ekki núna. Ekki ef ég ætla að búa á Íslandi eftir áramót og eiga þá engann pening. Mig langar að gera allt annað en það sem ég á að vera að gera. Læra. Akkurat núna vildi ég að ég væri í vinnu. Svo að ég geti bara mætt í vinnuna, unnið minn tíma og farið svo heim og slappað af. Svona týpisk prófa hugsun. Í dag bauð Þrándheimur upp á eðal íslenskt veður, snjókoma og rok. Leið næstum því eins og ég væri heima. Nema þá hefði ég ekki verið gangandi. Því maður labbar ekki á Íslandi. Skrítið!

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

í myrkri

Ég lifði af allar 4 kafanir "helgarinar" (tvær á mánudag). Ótrúlegt en satt þá var ég ekki að deyja úr kulda, þrátt fyrir þunn ullarlög. Og kafanirnar gengu bara alveg ágætlega. Átti reyndar í mestu vandræðum með eyrun. Ég þarf víst bara að fara lús hægt niður svo að ég nái að jafna mig. Í gær fór ég í nætur köfun. Verð að viðurkenna að ég var mjög stressuð fyrir það. Að vera í sjónum með fullt að einhverju sem ég sé ekki. Stundum kom upp í hugann mynd af Jaws eða nánum ættingja. En allt gekk vel. Eða næstum því. Vegna eyrna veseni þá byrjaði gríman mín allt í einu að kremja andlitið mitt og mér leið eins og augun myndu poppa út.Fékk smá panikk í myrkrinu en mundi svo bara eftir því að anda út um nefið. Problem solved! Og svo egar við vorum að skoða skemmtilegann fisk sem mátti halda á þá fór allt loftið í búningnum mínum í fæturna og ég á hvolf. Reyndi að laga þetta en fannst þetta vera svo fyndið að ég fór í smá hláturskast...á hvolfi. ; ) Svo dugleg!!! En annars var þetta fínt. Og núna er ég ekki eins hrædd við að kafa í myrkri. ; )

föstudagur, nóvember 14, 2008

kjánaprik

Á svona stundu er gott að nota kjánaleg orð eins og kjánaprik til þess að lýsa mér. Ég er kjánaprik því að á morgun er ég að fara að kafa EN ég er ekki með nein hlý föt!!! Enga powerflíspeysu, engin ullarnærföt, ekki neitt! Þannig að ég þarf að fá lánað frá tengdó. Vandamálið er bara að ég er ekki viss um að það sé nóg.Ég er viss um að ég mun deyja úr kulda! Eða allvaegana nálægt því.
Hérna eru myndir frá Indversku veislunni, til þess að sýna hvað borðið var fínt! ; )


föstudagur, nóvember 07, 2008

Próf og Indversk veisla

í dag fékk ég prófspurningarnar mínar og ég ér búin að velja hvaða spurningum ég ætla að svara. Þá er það víst bara að svara þeim. oh well. En í dag fór ég líka í búðarleiðangur til þess að kaupa krydd fyrir indversku veisluna sem ég ásamt fleirum ætla að hafa á morgun. Það verða hvorki meira né minna en 13 réttir (með nan brauð og pappadums meðtöldum)! Og fyrir þetta vantaði náttúrulega fullt af kryddum lika. Þannig að ég fór með lista af 14 kryddum sem vantaði í asisku búðirnar. Held ég geti alveg staðfest það hér og nú að ég hef aldrei keypt eins mikið af kryddum í einu. En ég mun setja inn myndir af árangrinum!! Þetta á eftir að verða svakaleg át helgi!

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Heilsu frík


Hvað gera nemar í Þrándheimi á mánudags kvöldi? Þeir fara í ræktina. Ég komst að þessu í gær þegar ég ákvað að fara í ræktina kl 9 um kvöld. Hélt að það yrði frekar lítið að gera svona seint, en nei, það var alveg pakkað.
Ég fæ heimaprófin mín á föstudaginn. En þar sem ég held að mér muni ganga svo vel þá ættla ég ekki að byrja á þeim af fullri alvöru heldur ætla ég að taka mér frí og halda upp á afmælið mitt og svona. Svo þegar Sindre er farinn þá held eg að ég stressi mig af alvöru yfir þessum ritgerðum. Gott plan!

fimmtudagur, október 16, 2008

Oh well

Ég ætlaði að fara á fyrirlestur með Paul Bahn í dag en..... ég stein gleymdi því!!! Er bara búin að sitja hérna við skrifborðið mitt og hugsa um.... ekkert. Góð nýting á deginum er það ekki.

föstudagur, október 03, 2008

1 down, 3 to go

Búin að halda fyrst fyrirlesturinn minn fyrir þessa önn. ; ) Bara 3 í viðbót. Annars held ég að þetta verði stysta önn ever. Því við fáum ritgerðarspurningarnar okkar (heimapróf) 7 nóv og höfum mánuð til þess að svara þeim. Eftir það ætla ég bara að vinna í masters ritgerðinni minni og breytast í jólaálf og baka fullt af smákökum. ; ) Sjáum nú samt til með hvort það gerist.... ; ) Núna er ég að vinna að fyrirlestrinum um Þjótanda, og viti menn þrátt fyrir að hafa verið að grafa lengi þetta sumarið (og fram í hausti) þá sakna ég þess samt að vinna úti í felti. Kannski er það bara af því að hér er ekki snjór og frost. ; )

föstudagur, september 26, 2008

spurning...

Eiga ískápar að vera stilltir á einn eða fjóra? Ég er nefnilega í smá vandræðum með ískápinn minn. Ekki það að ég sé ekki vön að umgangast ískápa, heldur er það bara að þetta er eitthvað sem ég hugsa aldrei út í. Og er því í smá vandræðum með minn, en ég er búin að frysta allt í ískápnum þegar hann er stilltur á einn, þannig að ég ákvað að prófa að stilla hann á fjóra því að mig minnir að það sé svona venjuleg stilling. Annars hef ég bara ekki humynd.
Vonandi verður ekki allt frosið aftur þegar ég kem heim.

p.s. það er búið að vera geðveikt gott veður hérna. Hef geta verið úti á peysunni!!!!

miðvikudagur, september 24, 2008

Komin aftur til Norge

Jæja þa ég komin aftur til Þrándheims. Byrjuð á "fullu" í skólanum. En það er nú eins gott að ég kom þegar ég kom, því ég á að halda fyrirlestur í næstu viku. Svo er ég búin að raða öllu voða fínt á skrifborðinu mínu, og sortera allar greinarnar mínar. Svo er það bara actual lærdómurinn sem er eftir.
Í gær fór ég og keypti dýnu í rúmið mitt og hillur í fataskápinn svo að ég er nú bara búin að koma mér vel fyrir. Verst að ég verð hérna bara stutt, allavegana í bili. Þetta verður allavegana rosalega kósý um jólin! ; )
Svo er ég líklegast að fara á köfunarnámskeið í næstu viku. Planið er að reyna að klára allavegana tvær "gráður".

föstudagur, maí 16, 2008

próflok og riging

Hvernig stendur á því að það er alltaf gott veður þegar maður er í prófum, en svo þegar maður er búin með þau þá kemur rigning og vesen? Ég bara skil þetta ekki. En ég ætla samt að vera bjartsýn og fara í búðir og kaupa mér kjól fyrir 17 maí. Norðmenn eru víst fínir á þjóðhátíðardaginn sinn. Meira en íslendinar að mér skilst. Sjáum til með það. En allavegana þá er ég búin í prófum, mun eyða seinustu nóttinni í Moholti i nótt (Jei!!!) og svo fer ég bara bráðum að koma heim!!! Þá verður ekki mikill tími til þess að vera í kjól, en það er samt gaman að geta hugsað til þess að eiga sætann kjól inn í skáp. Kannski get ég verið í honum þær helgar sem ég verð í RVK. ; ) En fyrst ætla ég að eyða lúxus tíma í Þrándheimi í tvær vikur, svo kem ég. ; ) Sjáumst!

mánudagur, apríl 07, 2008

hvenær kemur almennilegt vor...


Það er kominn svo mikill sumar fílingur í mig ap ég get varla beðið. Langar svo í sól og sumar. En það á víst að koma vor þarna inn a milli veturs og sumars. Mér finnst enn þá vera aðeins of kallt til þess að segja að það sé komið vor. En það eru allavegana komnir knúppar á tréin, þúsundir fugla á ánna fyrir utan gluggann hjá mér.... það vantar bara sólina. Ég man hvað það var æðislegt þegar ég kom til Þrándheims í lok sumars í fyrra og gat farið í skólann í með eingann jakka og í opnum skóm. Mig langar í það aftur. Nenni ekki þessu húfu og vettlinga dæmi lengur. Allavegana þangað til ég fer að grafa, og komast í alvöru sumarfötin!! 3 lög af hlýjum fötum of gúmmítúttur..... hljómar vel!!

miðvikudagur, mars 26, 2008

páskar


Þetta er það sem ég gerði um páskana. Málaði veggi og húsgögn.Voða gaman fyrst og svo þegar allt var búið. Milli kaflinn var ekki alveg eins spennó. En allavegana þá er ég stoltur eiganidi borðstofuborðs og stóla. Verð líka að sýna hvað þetta var ógeðslega málað þegar við keyptum þetta. Oj! Taladi um oj þá nota norðmenn það yfir eitthvað sem er spennandi, flott eða til þess að kalla á einhvern. Ég held að þessi nýting á "orðinu" eigi eftir að venjast seint. En sem sagt þá voru borðið og stólarnir oj á íslensku en eru núna oj á norsku. ; )

fimmtudagur, mars 13, 2008

enn á lífi

Bara láta vita að ég er enn á lífi. Ég er búin að vera dugleg í skólanum. Flytja tvo fyrirlestra og svona. En núna á ég að vera að vinna að fyrsta kaflanum í ritgerðinni minni. Nenni því ekki. Mig langar til þess að vera úti í góða veðrinu eða gera eitthvað skemmtilegt. Í næstu viku fer ég í sumarbústað til að hafa kósý páska (ég veit að þa ðer soldið snemmt en hvað með það), verð mera að segja með íslenskt páska egg. ; ) Nammi namm!

fimmtudagur, febrúar 07, 2008


Skrapp í dagsferð til Roros á Þriðjudaginn. Roros er við landamæri Noregs og Svíþjóðar, og getur orðið óeðslega kalt. En sem betur fer þá var bara áætt veður þegar við vorum þar. Þessi bær er á skrá hjá UNESCO, vegna þess að það eru fullt af gömlum húsum þar. Rosalega sveitó og krúttlegt. Svo var líka fullt af gömlu fólki á Spark sleðum, þau nota hann næstum því eins og göngugrind. En Spark sleðarnir eru ekki bara fyrir gamalt fólk, við leigðum okkur einn slíkann á túrista infóinu og renndum okkur um allan bæinn. ógeðslega gaman. En þar sem eg hef ekki alveg reynsluna a að stýra svona "tryllitæki" þá enduðu flestar ferðirnar mínar mjög nálægt vegg eða inn í skafli. Gengur bara betur næst....

föstudagur, janúar 25, 2008

blogg leti

Ég hef tekið eftir því að það virðist vera almenn blogg leti á þeim blogg síðum sem ég skoða. Eða kannski er ástæðan bara sú að það eru allir bara rosalega bissí. Svona eins og ég ætti að vera. En ég var bara að koma rosalea seint á "skrifstofuna" mína og nenni ekki alveg að læra.
Note: það er enn þá slabb og rigning. Mér finnst að maður ætti að fá frí stígvél og regnhlíf þegar maður kemur til Noregs! Bara sem svona start pakki! ; o )
p.s. ég er farin að geta borðað hrökkbrauð aftur þannig að ég er tilbúin fyrir sumarið!!! Bring it on!!!!

fimmtudagur, janúar 24, 2008

slabb og stígvél


Er einhver í heiminum sem finnst slabb vera gott? Allavegana ekki ég! Þoli það ekki. Sérstaklega þegar það er slabb í marga daga. Ég er alveg rennandi blaut á fótunum eftir að hafa labbað í skólann. Ömurlegt! Mig vantar sæt stígvél (sem kosta ekki skrilljón!!) Kannski eins og þessi hér.
p.s. leiðilegi strákurinn úr íbúinni minni er fluttur út!!!!!!!!!!!!!! Jesssssss!

miðvikudagur, janúar 09, 2008

Komin "heim"

Loksnins komin aftur til Þrándheims, eða kom reyndar í gær en var of þreytt til þess að gera nokkurn skapaðann hlut. Þetta held ég að sé erfiðasta ferðalag sem ég hef á ævi minni farið. En ástæðan fyrir því að ofur einfalt of í raun stutt ferð varð svona erfið var 11 tíma bið á flugvellinum í Osló, um nótt þegar flest er lokað og rónar og drukkið fólk á stjá. Æðislegt að finna hlandlykt af einhverjum sem er hinum meginn í flugvallabyggingunni, vissi ekki að það gæti verið svona vond lykt af fólki. En ég held að einn af meðleigendunum mínum sé að reyna að búa til samskonar vonda lykt inn í eldhúsinu okkar, því þegar eg kom inn var vibba fýla og sökudólgurinn var blóðugur plastpoki sem var búinn að liggja á eldhúsborðinu. (Sem sagt þá er leiðinlegi strákurinn því miður ekki fluttur út).
En allavegana ..... GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!