föstudagur, nóvember 25, 2005

Dularfullt simtal!!!

Ég fékk mjög dularfullt símtal í gær, reyndar missti ég af því og fékk bara talhólfsskilaboð. Ég náði ekki alveg að heyra hvað stelpan sagði því það voru svo mikil umhverfishljóð bak við hana, en ég náði að heyra "I just thougth you should know this before you get married!" Þá var ég alveg viss um að þetta var ekki til mín heldur hafði einhver hringt með mikilvæg skilaboð í vitlaust númer. Úps! Og svo gleymdi ég þessu það sem eftri var af deginum. En svo þegar ég kom heim þá mundi Gugga eftir þessu dularfulla skilaboði og ég bað Nicolu um að hlusta á skilaboðin ! Og viti menn.....bara skemmtilegt drama í símanum mínu! Þá var þetta stelpa lílegast af kampusnum sem var að reyna að hringj í einhvern strák sem býr fyrir ofan hana, til þess að láta hann vita að systir hennar væri ólétt og hún héldi að hann væri pabbinn. Og að hún vildi bara láta hann vita af þessu þar sem að hann væri í sambandi með einhverri annari gellu!!!!! Svaka drama! Og svo verður örugglega enn meira drama þegar strákurinn bregst ekkert við þessum skilaboðum, því þau fóru í vitlaust númer! hahahahahahahahaha, voða gaman hjá okkur! ;)
Annars er lítið búið að vera að gerast hjá mér, og ég hef ekki tekið myndir til þess að setja hér inn á. Sorry! En ég er að fara til Leeds á morgun svo að ég tek líklegast myndir þá! Lofa! :) En núna þarf ég að fara að þvo fötin mín svo að ég geti verið í einhverju! Held að það sé betra!
Ú var næstum því búin að gleyma því að við Gugga fórum með köfunar fólkinu á bar í gær eftir köfunina, og þegar ég fór á barinn til þess að kaupa mat, þá var ég spurð um SKILRÍKI!!!!!!! Og ekkert tekið gilt nema vegabréf og ökuskírteini!!!!!!!! Sem betur fer er ég komin með ökuskírteini! Varð geðveikt pirruð! Sérstaklega þar sem ég var ekki að kaupa neitt áfengt!!!!! Heimska fólk! Grrrr!

laugardagur, nóvember 19, 2005

Nemo!!!!!

Thats more like it!!!!!
You are NEMO!
Which Finding Nemo Character Are You?

brought to you by Quizilla

Tröllaprof!!!!!

Humm ég er nú ekki alveg viss um að þetta eigi við mig!!!!! Sérstaklega ekki parturinn með bókasöfnin! ;)


Fræðatröll


Þú ert vanafastur, tilfinningaríkur innipúki.

Fræðatröllið er forvitið að eðlisfari og er köllun þess í lífinu að komast að sannleikanum. Fræðatröll má gjarnan finna í dimmum skúmaskotum bókasafna þar sem þau rykfalla og sussa á aðra gesti safnsins. Fræðatröllið klæðist gjarnan flaueli - nema þegar það er í tísku. Hringitónninn í síma þess er stefið úr þættinum Nýjasta tækni og vísindi, sem það grætur stöðugt að sé ekki lengur á dagskrá.



Hvaða tröll ert þú?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Klaufinn eg!

Það er alveg stór merkilegt hvað mér tekst að vera mikill klaufi stundum! Um daginn var ég að leika við Max, hundinn hennar Nicolu, og hann var með tennisbolta sem hann elskar. Og ég byrjaði að kasta helvítis tennisboltanum! Og viti menn, hundurinn náði ekki að grípa boltann heldur hennti honum enn hærra upp í loft og hann skall i mynd hátt uppi á vegg (tennisboltinn eki hundurinn)! Og myndin hrundi niður, beint ofan á sjónvarpið og glerið í þúsund mola! Tvö stig fyri mig!!!! Nicola varð samt ekki reið, fjúkk, því þetta var ekki einhver spes mynd. Fjúkk! Þannig að núna eru tennisboltar á bannlista inni í húsinu! Og kannski ég líka! Nei bara smá grín! Annars fékk ég gefins litla krukku af Mramite í gær. Hef ekki enn þorað að opna hana! :I
Í gær fórum við íslendingarnir út að borða. Voða gott, fórum á ítalskann stað og fengum okkur pizzur. MMmmmmm! Þær voru svona ekta ítalskar! Svo fórum við á nokkra pöbba og svo heim. Spennandi ekki satt! ;)

föstudagur, nóvember 11, 2005

ammæli!

Þá er maður bara orðinn stór....búin að vera 24 í tvo daga, og mér finnst ekkert hafa breyst! Alveg eins og í öll hin 23 skiptin! En það er alltaf gaman að fá gjafir og vera dekraður í eiin dag á ári! :) (eða fleiri!) Vaknaði ekkert sérstaklega snemma á afmælisdaginn, skreið niður og hvað sá ég....... fullt af blöðrum og afmælis borða strengdan yfir stofuna! En af því að ég er svo gleymin þá fáið þið ekki að sjá mynd af því, af því að ég tók hana ekki! :p En það var voða gaman! Svo um kvöldið þá bakaði ég köku, og við íslendingarnir hér og húseigandinn skelltum okkur á bar og svo út að borða. Ætlaði mér að taka fullt af myndum, og var því eitthvað að vesinast með myndavélina mína, við kláruðum að borða, og skelltum okkur svo á næsta bar! Myndavélin varð eftir á veitingarstaðnum! Eftir barferðina þá mundum við eftir kampavíninu og súkkulaðikökunni sem beið eftir okkur heima og héldum veislunni áfram.....sem var ekki mjög lengi því að ég bý með svo gömlu fólki! ;) Svo í hádeginu daginn eftir þá alltí einu rann það upp fyrir mér að ég hefði gleymt elsku stóru og ljótu myndavélinni minni á veitingarstaðnum! úps! Svo ég fór á veitingarstaðinn og vitið menn, þarna var hún enn! Reyndar ekki á borðinu en þá heldur hafði henni verið stungið niður í skúffu!!!! Mikilvæg lexía sem ég lærði þarna! Alttaf að eiga ljóta og lélega myndavél til þess að fara með á djammið! Það vill einginn stela henni! ;)

föstudagur, nóvember 04, 2005

Kafa,kafa,kafa!!!!!

Jæja þá er fyrsta köfunarkennslan í höfn. ;) Geggjað! Það eina sem var ekki gott er að nýju blöðkurnar mína meiða mig smá! :( En vonandi lagast það! Prófaði svo eftir tímann ekta enskar franskar.....frekar ógeðslegt! Ógeðslega feitar og eftirbraðið minnti mig á hamsatólg! En jæja þá get ég strikað yfir það á listanum mínum yfirþað sem ég átti eftir að prófa í UK.
Annars er mest lítið að frétta! Enn þá rigning! Enn þá rakt! Ég er enn þá að borða of mikið af óhollum mat! Skamm skamm á mig já ég veit! humm hef kannski meira að segja á morgun þegar ég er búin að prófa enskt " djamm"..... tatatamm!

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Hérna eru nokkrar myndir í viðbót! Þessi þar sem ég og Gugga erum á hjólunm var tekin á laugardaginn þegar við fórum á Salsa kvöld á campusnum, og vildum fara niður í bæ en strætó var hættur að ganga, og klukkutími í næsta leigubíl. Þannig ad þar sem við vorum í háhælaskóm þá fengum við hjólin en strákarnir löbbuðu! Nota bene, hjólið sem ég var á var allt of stórt fyrir mig!
Svo er mynd af Maxa, í sofanum mínum! Þrátt fyrir stærð þá hefur hann ákveðið að hann ætli að vera sofahundur!
Svo eru það nýju skórnir mínir! Eru þeir ekki flottir! ;)
Og svo Max aftur, en nú á sínu rúmi.




??????

Þetta er hálfvitalega fornleifafræðinema félagið í York! Við Gugga voru ekki alveg á sömu línu og þau!

Myndir!!!!!

Loksins komin með netið heima og er að prófa að setja myndir inn á! Eitthvað af þessu er herbergið mitt, voða hreint og fínt (er ekki svona hreint nuna!)





Jaeja, for a fyrsta fyrirlesturinn i gaer i kofunarnamskeidinu! Eg og Gugga komum minnst halftima of seint sokum svefnleysis um nottina sem vard til thyess ad vid sofnudum yfir greinum sem vid vorum ad lesa og misstum af straeto, svo komu badir straetoarnir of seint, OG vid vissum ekkert hvar stofan var sem fyrirlesturinn var haldinn i! Ups! En fundum thetta a endanum, og af thvi ad vid vorum bunar ad skra okkur i felagid tha var thetta allt i lagi thvi thad voru allir bara ad fylla ut pappirana entha! Og nuna er biud ad segja vid okkur ad ef vid komum 2-3 minutum of seint ad tha er manni ekki hleipt inn i stofuna! Jei! En vid fengum svo i gaer ad velja okkur blodkur, gleraugu og snorkl(hvad sem thad heitir a islensku). Nuna tharf eg samt eiginlega ad kaupa mer staerri tosku sem blodkurnar passa i!
Eftir fyrirlesturinn forum vid a bokasafnid og tokum naestum allar baekurnar sem til voru um vikinga! (mjog thungt!) Og audvita thegar vid komum nidur i midbae (vorum a kampusnum)ad tha vorum vid bunar ad missa af straeto! Og hann kemur a klukkutima fresti a kvoldin!!! Thannig ad vid reyndum ad taka leigubil, sem er mun erfidara en aetla maetti, thvi thad er ekki osjaldan sem madur hringir a leigubil og bidin eftir honum getur verid nokkrir klukkutimar! Sem sagt samgongukerfid i York er OMURLEGT!
En eftir ad vid vorum bunar ad standa uti a gotu radalausar og ekki tilbunar til thess ad labba heim med 15 kg. af bokum og blodkur i annari hendinni, tha loksins kom leigubill sem var tilbuinn ad keyra okkur heim!
Jaeja var thetta ekki spennandi! Oh Louie eg er buin ad opna fyrir kommentin thannig ad thad tharf ekki ad logga sig inn til thess ad geta kommentad! ;)