mánudagur, janúar 29, 2007

Jesu i stræto

Var á leiðinni heim úr vinnunni áðan og settist frekar aftarlega í vagninn. Eftir smá stund var pikkað í öxlina á mér og ég spurð " hefur þú heyrt um kirkju Jesú Krists?" Eftir það var mér réttur miði með nokkrum vel völdum spurningum og heimasíðu mormóna og smá fyrirlestur með um hvað trúin væri æðisleg osfr.. Jei! Ekki nóg með að þeir banki á hurðina hjá manni og ónáði mann heldur sitja þeir fyrir manni í strætó líka. Þegar að trúboðinn sá að ég var ekki alveg að kaupa boðskapinn þá spurði hann hvort að ég ætti einhverja vini sem hefðu áhuga á þessu. Vá hvað það væri evil að siga mormónum á vini sína. hahahahahahahaha Passið ykkur bara!! ;)

2 ummæli:

OFURINGA sagði...

Oh halelúja! Ég sé þessa litlu mormónadrengi alltaf í strætó, svo snyrtilegir til fara með bakpoka. En þeir ónáða mig aldrei. Kannski er ég bara svona heilög í fasi að þeir gera bara ráð fyrir því að ég fylgi Jesú Krist um hvert fótmál ;)

Nafnlaus sagði...

ég átti svona jesú stalker, var sífellt að reyna bjarga mér frá djöflinum, og það var alltaf við hlemm eða í strætó. seinast þegar ég sá hann gaf hann mér bækling sem hét jesús er svarið eða eitthvað álíka, hvíslaði að það væri ekki of seint og símanúmerið hans var handskrifað aftast