mánudagur, október 22, 2007

Bryn sjofari


Ég fór í skólaferð seinasta miðvikudag. Planið var að keyra suður til Bud sem er lítið sjávarþorp og gista þar tvær nætur og eyða dögunum um borð í rannsóknarskipi NTNU (skólinn minn) og skoða leifar af skipsflaki sem liggur á 170 m. dýpi með randýrum ROV sem var hannaður sérstaklega fyrir þessa rannsókn (sem kallast Ormen Lang, þið munið ég skrifaði bók um þetta ; ) ). En það varð smá breyting, þar sem veðrið var vont og skipið fast í næst firði, mér til mikillar gleði, (á það til að verða sjóveik eins og flestir muna eftir sem fóru til Papeyjar) og við eyddum því deginum í að skoða okkur um og skoða nokkrar fornleifar. Þegar við vorum komin heim aftur og í nýkomin úr sturtu fáum við þau skilaboð að skipið sé komið og við séum að fara þangað eftir klukkutíma. Sú sjóferð var fín því hún var í styttri kanntinum og ekki miklar ölduhreyfingar. En daginn eftir (föstudagur) áttum við að vera komin um borð kl 7 og vera til kl 6 um kvöldið. Þetta eru aðeins of margir klukkutímar fyrir mig um borð í skipi, sérstaklega þar sem við höfðum ekkert að gera annað en að fylgjast með. Ekkert rosalega spenó þó að mér finnist þetta hafa verið áhugavert að sjá. Allavegana þá eyddi ég 6 klukkutímum af föstdeginum í að líða illa um borð í skipi og svo 3 tímum í að líða ágætlega. Keyrðum svo 4 tima heim, enn þá með ölduhreyfingar í hausnum á mér. Man það bara að taka tvær sjóveikistöflur næst! : ) Myndin er af bekkjarfélögum mínum í sínum vitsmunalegustu pósum við stjórnstöð kafbátsins (ROV).

Engin ummæli: