mánudagur, apríl 07, 2008

hvenær kemur almennilegt vor...


Það er kominn svo mikill sumar fílingur í mig ap ég get varla beðið. Langar svo í sól og sumar. En það á víst að koma vor þarna inn a milli veturs og sumars. Mér finnst enn þá vera aðeins of kallt til þess að segja að það sé komið vor. En það eru allavegana komnir knúppar á tréin, þúsundir fugla á ánna fyrir utan gluggann hjá mér.... það vantar bara sólina. Ég man hvað það var æðislegt þegar ég kom til Þrándheims í lok sumars í fyrra og gat farið í skólann í með eingann jakka og í opnum skóm. Mig langar í það aftur. Nenni ekki þessu húfu og vettlinga dæmi lengur. Allavegana þangað til ég fer að grafa, og komast í alvöru sumarfötin!! 3 lög af hlýjum fötum of gúmmítúttur..... hljómar vel!!

3 ummæli:

Unknown sagði...

ég veit..´ég veit..sem betur fer er ég að vinna í Bankastrætinu 2 daga í viku í apríl svo ég sé allavega sólina aðeins..annað en að vera lokuð inni í þessari helv...Kringlu allan daginn....

bryn sagði...

oh já ég man eftir því. Vertu fegin að vera ekki að vinna þarna um sumar, þegar fólk kemur inn og segir "oh er ekki leiðinlegt að vera inni allan dainn"
Kúnnar segja alltaf svo gáfaða hluti!! ; )

OFURINGA sagði...

Ég hélt að sumarið væri bara á næsta leiti en í gærkveldi ákvað Ísland að fara að snjóa. Hefði getað gargað af bræði!!!