þriðjudagur, nóvember 18, 2008

í myrkri

Ég lifði af allar 4 kafanir "helgarinar" (tvær á mánudag). Ótrúlegt en satt þá var ég ekki að deyja úr kulda, þrátt fyrir þunn ullarlög. Og kafanirnar gengu bara alveg ágætlega. Átti reyndar í mestu vandræðum með eyrun. Ég þarf víst bara að fara lús hægt niður svo að ég nái að jafna mig. Í gær fór ég í nætur köfun. Verð að viðurkenna að ég var mjög stressuð fyrir það. Að vera í sjónum með fullt að einhverju sem ég sé ekki. Stundum kom upp í hugann mynd af Jaws eða nánum ættingja. En allt gekk vel. Eða næstum því. Vegna eyrna veseni þá byrjaði gríman mín allt í einu að kremja andlitið mitt og mér leið eins og augun myndu poppa út.Fékk smá panikk í myrkrinu en mundi svo bara eftir því að anda út um nefið. Problem solved! Og svo egar við vorum að skoða skemmtilegann fisk sem mátti halda á þá fór allt loftið í búningnum mínum í fæturna og ég á hvolf. Reyndi að laga þetta en fannst þetta vera svo fyndið að ég fór í smá hláturskast...á hvolfi. ; ) Svo dugleg!!! En annars var þetta fínt. Og núna er ég ekki eins hrædd við að kafa í myrkri. ; )

3 ummæli:

OFURINGA sagði...

hahah! Sé þig fyrir mér á hvolfi í hláturskasti! Öfunda þig smá af köfununum. Ég prófaði næturköfun í 2. köfuninni minni. Það var rosa gaman þangað til að allt fór til fjandans. Einhvernveginn allt annað líf þarna á nóttunni.
Gott að allt gekk vel!

bryn sagði...

já það er allt annað. Og fiskarnir mun rólegri. Samt enn þá soldið skerí hvað maður sér lítið í kringum sig. Við verðum af fara og kafa saman á íslandi. ; )

Nafnlaus sagði...

jums reikia paskolos sumokėti savo sąskaitas ir daryti verslą, jūs turite nieko nerimauti, nes mes esame pasiruošę pasiūlyti jums bet kokią sumą paskolą žemos palūkanų norma 3%, susisiekite su mumis dabar per e-pašto adresą: Aukščiausiasis garantija paskolų įmonė @ Outlook ". com
Mr Wilfred