laugardagur, október 15, 2005

enn einn stadurinn

3 og næst seinasti gististaðurinn í þessari ferð.... Kampusinn. Er í betra ásigkomulagi en ég bjóst við. En það er samt skrítin lykt í eldhúsinu og ég myndi ekkert sérstaklega þurfa ad nota það, enda ætlum við að panta okkur pizzu þessa einu nótt sem við erum hér.
Fórum á OSA (Overseas student association)þar sem voru mjög mikið af asíu búum, þeir voru í yfirgnæfandi meirihluta. Kannski ekki skrítið miðað við fjöldann af þeim. Það var annars ekkert rosalega skemmtilegt þar... en gefum þeim annan sjens.
Það er í raun ótrulega skrítið hvað þessi háskóli getur verið lengi að starta sér. við erum búnar ad vera í viku hérna og skólin er ekki enn byrjaður...bara búnar ad fara á ótal kynningar og svoleiðis. Fórum reyndar á íþróttafélaga kynninguna og komst ad því að fyrir 145 pund get ég lært að kafa!!!! Og svo skráðum við okkur í gönguklúpp sem fer í hlegarferðir og fleira. Gaman gaman! Skrítnasta íþróttafélagið verður þó að vera "pole exercising" félagið þar sem bæði strákar og stelpur máttu vera með. Leitt ekkert rosalega vel út....
En hlakka mikið til að flytja á morgun, við verðum meirað segja sóttar. Luxus! Oh, og taka upp úr töskunum... ;) og sofa með mína sæng! The simple things in life, eh! Jæja annars er ekkert spennandi búið að gerast, en læt ykkur vita....

Engin ummæli: