fimmtudagur, júní 22, 2006

Hæ aftur!!!

Jæja fékk símtal í gær frá suðurlandinu og var skömmuð fyrir að vanrækja bloggið mitt. Þá auðvitað verður maður að bregðast við því. Deila með ykkur sögum af mínu ofur spennandi leirkera lífi á Hólum. :) Er núna sem sagt að reyna að koma saman einni framviduskýrslu sem ég á að skila á morgun því að ég ætla að skreppa í stórborgina yfir helgina.
Í gær var grillað á Hólum...í roki og kulda. Útlendingarnir sátu frosnir á bekkjunum og furðuðu sig á því afhverju íslendingar yrðu alltaf að vera úti á dögum eins og 17. júní og jónsmessu þótt að það sé skíta veður. Einhver sem getur komið með svar við þessu? Ég gat það ekki enda var ég að drepast úr kulda og komin í loðskinns vetlinga og með húfu þegar var verið að ræða þetta. Eftir grillið var farið inn á djamm staðinn, verkstæðið, og drukknir nokkrir bjórar. Það er ekki langt frá því að maður sé með smá þynnku. :(
Ég lofa að vera duglegri að blogga en ég var í vetur....og kannski ég setji líka bara upp nokkra linka og myndasíðu.....þa bara aldrei að vita!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þurfti ekki nema eitt símtal til að koma þér í bloggstuð, suss ef maður hefði bara vitað það