mánudagur, júní 26, 2006

Þá er maður mættur aftur í vinnuna, til þess að vinna upp þann tíma sem maður var að liggja í leti á ströndinni og borða. ;) Búin að fara að synda (20 ferðir, en þeir sem hafa séð hóla laugina verða ekki impressed) og búin að borða dýrindis mat. Það var sagt nokkrum sinnum yfir matnum "hvað er þetta?" sem er ekki fínt, en þó hefur maturinn verið mun betri en seinast þegar ég var hér. Enda annar kokkur.
Ég kom aftur á Hóla um miðnætti í gær, og þar sem ég var að skipta um íbúð að þá gat ég náttla ekki farið bara að sofa heldur þurfti að raða og koma sér fyrir...finna internet innstungu sem virkar. Er núna í íbúð með Lísu en svo bætast 2 aðarar 1 júlí.
Mér finnst stundum eins og ég sé í útlöndum með nokkrum íslendingum hérna, alltaf töluð útlenska. Annars er það alveg ágæt, þá þarf ég bara ekkert að fara til útlanda á næstunni. Hummmm eða hvað...
hey mig vantar tillögur um nafn á bloggið mitt. Annars verð ég bara leiðinleg og kalla það eitthverju leirkera nafni....hahahaha

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert ömurlegur bloggari

bryn sagði...

ull á þig
mér finnst líka leiðinlegt að blogga.........allavegana núna. :(

dax sagði...

hæ bryn, já skil þetta með bloggletina. Mér datt í hug gamla góða I feel pretty snilldin sem nafn á bloggið. Hafðu það annars gott þarna :)

Nafnlaus sagði...

hey, hvað með að skýra það norsku nafni t.d. pika på hola(r)(stelpa á hólum)

Nafnlaus sagði...

einu sinni var stelpa sem hugsaði "hey ég ætla að skrifa blogg". síðan skrifaði hún einu sinni, og svo tvisvar og svo ekki meir. síðan var hún skömmuð og hún skammaðist sín svo hún byrjaði aftur og skrifaði einu sinni og svo aftur og síðan ekki söguna meir.

bryn sagði...

hey góð saga! En ég skil stelpuna bara voða vel. Það er bara svo mikið að gerast hér að ég hef ekki tíma til að skrifa! hahahaha!;P