þriðjudagur, maí 01, 2007

Ritgerðin i prentun!!!

Já það kom að því. Hin merku skrif eru loksins komin í prentun og verður þeim skilað á morgun. Að vissu leiti er þetta mjög erfitt þar sem þetta er víst orðið final og ekki hægt að gera neinar breytingar. Er nefnilega alveg viss um að ég hafi gleymt að laga eitthvað. Svona tilfinning sem maður fær t.d. þegar maður er kominn upp í flugvél á leið til útlanda og er að fara í gegnum allann farangurinn sinn í huganum til að athuga hverju maður gleymdi. En nú er það bara að krossa fingur og vona það besta.
Eitt leiðinlegt próf eftir og svo er ég fráls!!!!! Jessssss! ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hugsaðu þá bara eins og þegar maður fer til útlanda "er ég með vegabréf og pening, þá er allt ok". er ritgerðin um rétt efni og er heimildarskrá með þá er allt ok

Nafnlaus sagði...

ps við höfðum báðar rangt fyrir okkur http://imdb.com/name/nm0719606/

OFURINGA sagði...

til hamingju!!! kannast við tilfinninguna, ekkert til að hafa áhyggjur af!

dax sagði...

sammála Ingu. og æ, það eru aaaaalltaf einhverjar villur hjá öllum, no matter what :-)