miðvikudagur, maí 09, 2007

Lipurta

Það var ég á mánudaginn þegar ég fór með Guggu að kafa. Sveif um eins og fiðrildi við Kleifarvatn. Ok, kannski ekki í alvörunni en allavegana í huganum. ;) Nei maður er heldur stirðbusalegur þegar maður er kominn í allar græjurnar og ekki frá því að það votti fyrir smá innilokunarkennd þegar maður verður meðvitaður um það að ekki er svo auðvelt að fara úr þessu öllu saman aftur. Annars voru þetta fínar kafanir, alveg þanngað til tilfinnignaleysið í puttunum átti hug minn allann og ég vildi bara komast upp úr. Langar til þess að þakka Guggu fyrir að koma mér úr blöðkunum og vestinu. Annars væri ég örugglega þarna ennþá, buslandi um í fjörunni. Og gugga þú varst æði með sílíkonvarirnar.... hefði verið frábært Kodak moment!!! ;)

p.s. hverjum dettur í hug að kafa undir ís! Crazy people!!!!

Engin ummæli: