miðvikudagur, september 05, 2007

Innskraning i skola

Af hverju þarf innskráning í háskóla að vera svona erfið. Ná í mismunandi kort, bíða eftir kortunum, fara á ákveðinn stað til að fá email og aðgangsorð. Skráning í próf..... og fleira og fleira. Alveg ótrúlegt! Ætli þetta sé til þess að skapa fleiri skrifstofustöður innan háskólanna eða.... Allavegana finst mér þetta vera óþarfa vesen og snúningar. Svo er ég enn þá að bíða eftir kennitölu, hún átti að koma á mánudaginn. hummmm!
Annað sem fer mikið í taugarnar á mér þessa dagana eru löng svört hár. Þau virðast vera út um allt! Fæ geðveika klíju við að sja þau á t.d. uppþvottabursta (fór strax og keypti minn eiginn), og á eldhúsborðinu sem engum dettur í hug að þurka af. Nöldur nöldur nöldur..... Annars er ég bara í góðu skapi! ;)
P.s. Sandra sendu mér mynd af nýja hárinu!!!!

1 ummæli:

dax sagði...

Vonandi reddast þetta ves.

Það tók mig reyndar 2 mánuði að fá norska kennitölu á sínum tíma... En það var fyrir tíma internetsins :)