laugardagur, desember 08, 2007

próf

Oh, ég nenni ekki að vera í prófum. Þótt ég sé bara í tveimur prófum þá er ég búin að vera að stressa mig yfir þeim í svo langann tíma að ég er bara alveg búin á því.... og prófin ekki enn þá byrjuð. En nú eru aðeins 3 dagar þangað til ég tek hið ömurlega próf í Maritime Culture 1. Sem er aðeins um þróunn skipa, allstaðar í heiminum!!! Ég og tvær aðrar stelpur í bekknum minum erum að taka sénnsinn á því að það verði spurt um Miðjarðahafið og Atlantshafs svæðið. Þá er bara að krossleggja fingur!! ; )
Shit afhverju er ekki búið að uppgötva spóla framm takkann á tíma. Þá væri kominn föstudagurinn 14 des eftir klukkan 3 hjá mér. En hjá ykkur?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

endurskýrðu bara prófið í merrytime og þá verður allt betra ;-)

bryn sagði...

frábær hugmynd!!! Af hverju datt mér það ekki í hug fyrr. Þá gæti ég bara mætt í prófið með "efnivið" í nokkrar margarítur = Merrytime. Geggjað!!

Albína sagði...

Ég þarf bara að taka eitt próf og samt langar mig að æla. Horfnir eru gömlu góðu dagarnir þegar ég var í MR og þótti lítið til um að taka svona 9-11 próf fyrir jól. Maður er orðinn gamall og krumpaður eins og rúsína sem hefur gleymst undir sófa.