miðvikudagur, desember 19, 2007

Rokrassgat

Ég er komin heim til Íslands í hið yndislega og frískandi veður. Oh mig langar bara til þess að vera úti allan daginn.ótrúlegt en satt þá eru jólin næst mánudag og mér finnst ég ekki vera komin í almennilegt jólaskap enn þá. Kannski er ég bara ekki búin að hlusta á nógu mikið af jólalögum. En allavegana þá held ég að ég hafi verið búin að heimta að fara í ísbúðarleiðangur. ; )
Prófin gengu ágætlega, eða vona það bara. Fengum "litla" spruningu sem var að segja frá helstu skipatækni í Evropu (frá byrjun) og ræða hvað er líkt og ólíkt á milli svæða. Notaði alla 6 tímana til þess að svara þessu og skrifaði 14 bls.
En allavegana þá er ég í leit að jólaskapi og ætla því að baka jólasmákökur núna.....

Engin ummæli: