föstudagur, janúar 25, 2008

blogg leti

Ég hef tekið eftir því að það virðist vera almenn blogg leti á þeim blogg síðum sem ég skoða. Eða kannski er ástæðan bara sú að það eru allir bara rosalega bissí. Svona eins og ég ætti að vera. En ég var bara að koma rosalea seint á "skrifstofuna" mína og nenni ekki alveg að læra.
Note: það er enn þá slabb og rigning. Mér finnst að maður ætti að fá frí stígvél og regnhlíf þegar maður kemur til Noregs! Bara sem svona start pakki! ; o )
p.s. ég er farin að geta borðað hrökkbrauð aftur þannig að ég er tilbúin fyrir sumarið!!! Bring it on!!!!

1 ummæli:

Púkarövl sagði...

Sæl og blessuð og gleðilegt ár!!

Mig langaði til að athuga hvort að þú værir til í að skrifa fyrir okkur í Eldjárni svona um 300 orð um reynslu þína og upplifun af því að vera í námi erlendis?? Gaman væri ef þú ættir einhverjar skemmtilegar myndir með líka. Þetta fellur undir efnisliðinn Nemar í erlendum háskólum og sem dæmi hafa Sindri, Albína, Hrönn og Hákon þegar skrifað um sínar upplifanir fyrir okkur. Okkur væri það mikið ánægjuefni ef þú gætir séð þér fært að skrifa fyrir okkur - skilafresturinn er fyrsta vikan í mars (en því fyrr því betra) og talandi af reynslu, þá tekur þetta ekki mikið meira en klukkutíma.

Vonast til að heyra frá þér og gangi þér vel í Þrándheimi!
Með bestu kveðju,
Guðrún Finnsd.
eldjarn@hi.is
guf1@hi.is