miðvikudagur, janúar 09, 2008

Komin "heim"

Loksnins komin aftur til Þrándheims, eða kom reyndar í gær en var of þreytt til þess að gera nokkurn skapaðann hlut. Þetta held ég að sé erfiðasta ferðalag sem ég hef á ævi minni farið. En ástæðan fyrir því að ofur einfalt of í raun stutt ferð varð svona erfið var 11 tíma bið á flugvellinum í Osló, um nótt þegar flest er lokað og rónar og drukkið fólk á stjá. Æðislegt að finna hlandlykt af einhverjum sem er hinum meginn í flugvallabyggingunni, vissi ekki að það gæti verið svona vond lykt af fólki. En ég held að einn af meðleigendunum mínum sé að reyna að búa til samskonar vonda lykt inn í eldhúsinu okkar, því þegar eg kom inn var vibba fýla og sökudólgurinn var blóðugur plastpoki sem var búinn að liggja á eldhúsborðinu. (Sem sagt þá er leiðinlegi strákurinn því miður ekki fluttur út).
En allavegana ..... GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

BLÓÐUGUR PLASTPOKI?!?!?!?!?

bryn sagði...

já, eftir kjöt sem hafði legið í honum. Frekar ógeðslegt!!

OFURINGA sagði...

ooojjj bara! hvurs konar lið er þetta?

bryn sagði...

VILLIMENN!!!!!! ; )