mánudagur, janúar 30, 2006

Hangikjöt!!!

Þá erum við loksins búnar að sjóða hangikjötið sem við komum með frá Íslandi. Nicola á örugglega eftir að fá sjökk þegar hún kemur heim....út af lyktinni! hehehehehe! Fór í fyrstu úti köfunina mína í gær. Við fórum í gamla námu sem er búið að breyta í æfinga stað fyrir kafara. Og það var búið að sökkva alskonar drasli, eins og tveim bátum, og festa á þá einhverja action kalla, fullt af dekkjum og smá rusl. Soldið kalt, vatnið var 4 gráður, viðbjóðslegt hitastig þegar maður þarf að taka af sér köfunargleraugun og hendurnar á manni voru tilfinningalausar eftir fyrstu köfunina og þangað til við fórum á kaffistofuna til þess að bíða eftir að verða sókt. Er núna að reyna að þurka þurrbúninginn minn í stofunni. Verður örugglega skemmtileg lykt af honum líka! Gaman þegar ég skila honum í kvöld. :) Annars er ekkert að frétta nema það er fullt að gera í skólanum, hef aldre haft svona mikið að gera fyrir skólann í janúar á ævinni!!!! Og oh verð að minnast á það að ég og Gugga erum að fara í British Museum í næstu viku, fáum að fara niður í kjallara og skoða gripina frá Sutton Hoo!!!!! Bara smá mont!!!!

6 ummæli:

OFURINGA sagði...

Segdu mer Bryn, hvernig lysir thad ser ad verda "sókt"? Afar athyglisvert ordalag verd eg ad segja!!!

Annars ofunda eg ykkur mjog mikid ad fara a british museum og allt thad... já já já!

Nafnlaus sagði...

alveg það sama og ég hugsaði en ákvað að útlendingar þurfa ekki að skrifa fullkomna íslensku, eins gott að þetta lagist þegar þú flytur heim. eða þá að þú verður að taka það upp og segja kjamski og uglasokkar svo það sé smá harmónía í vitleysunni hjá þér

bryn sagði...

Þið ættuð nú bara að vita vitleysuna sem kemur upp úr mæer og Guggu, hálf íslensk og hálf ensk orð sem eru líka beygð eru meðal annars partur af vitleysunni. Og svo er það náttla´ bara þetta venjulega!!! Hehhehehe

Nafnlaus sagði...

mæer er s.s. gott dæmi ;-)

bryn sagði...

hehehehehe! úps!

OFURINGA sagði...

Já....thad er skemmtilegt thetta hangikjot!