mánudagur, október 09, 2006

Tungumalakunnatta

Já það er búin að líða ansi langur tími síðan ég ætlaði mér seinast að blogga en ég hef bara hreint út sagt ekki nennt því. En ætla nú að reyna. Ég hef verið að reyna að lesa fornleifafræði bók sem er á sænsku, tekur mig alveg óra tíma að krafsa í gegnum 10 bls. En mun halda áfram að reyna! Ég skal sigra!!! Nei nei, ekkert mikilmennsku brjálæði í gangi. Var samt að pæla hvort það væri ekki góð hugmynd að fá sér svona sjálfskennslu hljóðbók í dönsku eða einhverju öðru tungumáli. Ég held að það sé bara málið!!!! ;)
Var einnig að pæla hvort ég ætti ekki að hafa svona Maximusar update um hundinn minn, hann lifir nefnilega svo óheyrilega spennandi lífi. Hvað finnst ykkur?

3 ummæli:

OFURINGA sagði...

Já skrifaðu um Maximus. Bara eitthvað sem getur haldið þér við efnið :)
Sammála þér með þessa sænsku. Úff maður!

Nafnlaus sagði...

sko ég held að það muni því miður ekki hjálpa, yfirleitt eru svona hljóðbækur að kenna manni venjuleg orð en ekki fræðiorð, frekar að kaupa sér svía og láta hann þýða fyrir þig. jújú go maximus

bryn sagði...

Já veistu hvar maður getur keypt einn svía? Hef bara ekki séð þá í búðunum svo lengi. ;)