föstudagur, október 13, 2006

menningakvöld

Í kvöld er planið að kanna tvær ólíkar menningar. Fyrst japanska shusi menningu, með smá stórborgara brag eins og maður sér alltaf í sjónvarpinu. ;) Og svo er ferðinni heitið á Oktoberfest háskólans, sem sagt þýsk menning. Þar sem verður mikið drukkið og skrallað. Og eins og flest allir fræðafélags meðlimir eru að hugsa þá er svolítið erfitt að finna sér outfit fyrir þetta tvennt! Mikil dilemma hérna! Ætli útkomman verði ekki bara eins og þegar maður ætlar að fara á djammið um hávetur hér á landi. Fínn undir mörgum lögum af hlýjum fötum. Hummmmm! sjáum til...

Engin ummæli: