föstudagur, ágúst 24, 2007

Blogg leti

já ég er enn þá á lífi. Hef það mjög fínt hérna í Norge. Búin að versla fullt í Ikea, hef aldrei eytt svona miklum pening þar áður, en nú á ég líka diska, potta, hnífa og fleira. Varð líka að gera steríla herbergið mitt eitthvað kósí. Bein hvítir veggir, ljótur grænn dúkur á gólfinu, skrifborð, litið borð, hilla og fataskápur. En núna lítur þetta mun betur út. Synd að ég get ekki sagt það sama um eldhúsið og baðið. Reyndi að þrífa það eftir að ég flutti fyrst inn.... matarborðið var svo klístrað að ég held að það hafi aldrei verið þurkað af því. En samt verð ég að segja að þetta lítur mun betur út en ég bjóst við. Set inn myndir seinna. Ég keypti mér nýja myndavél og er að reyna að vera dugleg að ljósmynda.
Fór í skólann á miðvikudag og i gær. Mjög gaman. Við erum 5 stelpur og einn strákur í mínum árgang, 4 útlendigar með mér og svo tveir frá Noegi. Kúrsarnir hljóma mjög spennó. Og svo erum við að fara í tveggja daga ferð 24 - 25 sept. í boði skólanns að skoða fornleifar hinum meginn við fjörðinn. Lofa að taka fullt af myndum af þvi. Svo er ég búin að kanna köfunar klúbbana hér. Fornleifafræðingarnir virðast ekki vera í skóla klúbbnm. En einn af mastersnemunum er köfunarkenari svo að það lítur út fyrir það að ég geti fengið góðann díl á næstu gráðum. ;) Annars er ég líka að koma aftur til Íslands því Júlíus Máni verður skírður 1 sept. Því miður verður það til þess að ég missi af fyrsta fornleifafræði djamminu. En þau verða ábyggilega fleiri.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það var loksins að stelpan bloggaði. var einmitt nánast búin að keyra á skip sem heitir brynhildur og skutlaðist beint heim til að kíkja á bloggið og viti menn ný færsla. annars galaði ég nánast á hverja einustu athugasemd "myndir"

Guggan sagði...

ég hélt að þú hefðir hætt við að koma heim þá..en frábært þá er enn styttra í stokkhólm. hvenær kemuru og hvað lengi?