mánudagur, ágúst 27, 2007

Oheppni


Dagurinn í dag byrjaði vel, þrátt fyrir að það tók mig um það bil klukkutíma að komast fram úr rúmminu. Það er búin að vera rigning núna í nokkra daga og það engin smá demba. En ég þurfti að fara niður í næsta háskólahverfi til þess að borga annargjald og gá hvort að ég væri skráð. Ákvað því að prófa nýja hjólið mitt (mjög ódýrt og úr súpermarkaði), kláraði skóladæmið á mun styttri tíma en ég hélt að það myndi taka og ákvað því að fara niður í bæ og kaupa eina bók fyrir kúrsinn minn og byrja að lesa (fæ ekki enn þá bokasafnskort af því að mig vantar annarkort og skólakort). Ekki góð hugmynd. Stuttu eftir þessa ákvörðun og á fleygi ferð niður lengstu brekku í heimi byrjaði helli demba. Þegar ég komst loksins í bókabúðina var ég svo blaut að droparnir láku af mér og á bækurnar. úps! Til þess að komast heim til mín þarf ég að fara upp heimsins lengstu brekkuna, þegar ég loks komst allaleið upp voru lærin hætt að virka, eða svo gott sem.Svo þegar ég set hjólið mitt inn sé ég að afturdekkið er sprungið!!!!! Og ekki nóg með það heldur komst ég svo að því að það er mús sem býr í eldhúsinu okkar! Æði! En annars er allt gott að frétta. Ég kem heim til Íslands á föstudaginn og fer aftur á mánudag. Hlakka til að sjá ykkur (vonandi eitthvað)

Engin ummæli: