miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Klaufinn eg!

Það er alveg stór merkilegt hvað mér tekst að vera mikill klaufi stundum! Um daginn var ég að leika við Max, hundinn hennar Nicolu, og hann var með tennisbolta sem hann elskar. Og ég byrjaði að kasta helvítis tennisboltanum! Og viti menn, hundurinn náði ekki að grípa boltann heldur hennti honum enn hærra upp í loft og hann skall i mynd hátt uppi á vegg (tennisboltinn eki hundurinn)! Og myndin hrundi niður, beint ofan á sjónvarpið og glerið í þúsund mola! Tvö stig fyri mig!!!! Nicola varð samt ekki reið, fjúkk, því þetta var ekki einhver spes mynd. Fjúkk! Þannig að núna eru tennisboltar á bannlista inni í húsinu! Og kannski ég líka! Nei bara smá grín! Annars fékk ég gefins litla krukku af Mramite í gær. Hef ekki enn þorað að opna hana! :I
Í gær fórum við íslendingarnir út að borða. Voða gott, fórum á ítalskann stað og fengum okkur pizzur. MMmmmmm! Þær voru svona ekta ítalskar! Svo fórum við á nokkra pöbba og svo heim. Spennandi ekki satt! ;)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

passaðu þig marmite er mjög hættulegt sérstaklega ef Brjáni þykir þaðgott !!!
systa er búin aðaskjóta nokkrar RJÚPUR fyri okkur ekki snjöll!!!!!!!!!!!!!!!

bryn sagði...

Frábært, Hlakka mikið til!!!!!!! Komin með vatn í munninn! (við tilhugsunina af rjúpunum, ekki marmitinu)

Nafnlaus sagði...

þetta klaufasyndróm er að ganga, ég gekk rtg lampa svo illa niður að ég er með sár og kúlu á hausnum...þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég geri þetta...var ég ekki búin að segja þér þetta...kannski fékk ég mild concussssssion (hef ekki hugm hvernig á að skrifa þetta, man ekki orð lengur)