laugardagur, nóvember 19, 2005

Tröllaprof!!!!!

Humm ég er nú ekki alveg viss um að þetta eigi við mig!!!!! Sérstaklega ekki parturinn með bókasöfnin! ;)


Fræðatröll


Þú ert vanafastur, tilfinningaríkur innipúki.

Fræðatröllið er forvitið að eðlisfari og er köllun þess í lífinu að komast að sannleikanum. Fræðatröll má gjarnan finna í dimmum skúmaskotum bókasafna þar sem þau rykfalla og sussa á aðra gesti safnsins. Fræðatröllið klæðist gjarnan flaueli - nema þegar það er í tísku. Hringitónninn í síma þess er stefið úr þættinum Nýjasta tækni og vísindi, sem það grætur stöðugt að sé ekki lengur á dagskrá.



Hvaða tröll ert þú?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahahahahahaha litli fornleifafræðingur. ég var partýtröll

bryn sagði...

gugga líka! :( er ekki sátt! ;)

Nafnlaus sagði...

iss það er fullt af fólki búið að fá partýtröllið og sumt fólk sem er barasta ekkert líkt mér, kannski hefði ég átt að vera svona fornbókarotta eins og þú