föstudagur, nóvember 11, 2005

ammæli!

Þá er maður bara orðinn stór....búin að vera 24 í tvo daga, og mér finnst ekkert hafa breyst! Alveg eins og í öll hin 23 skiptin! En það er alltaf gaman að fá gjafir og vera dekraður í eiin dag á ári! :) (eða fleiri!) Vaknaði ekkert sérstaklega snemma á afmælisdaginn, skreið niður og hvað sá ég....... fullt af blöðrum og afmælis borða strengdan yfir stofuna! En af því að ég er svo gleymin þá fáið þið ekki að sjá mynd af því, af því að ég tók hana ekki! :p En það var voða gaman! Svo um kvöldið þá bakaði ég köku, og við íslendingarnir hér og húseigandinn skelltum okkur á bar og svo út að borða. Ætlaði mér að taka fullt af myndum, og var því eitthvað að vesinast með myndavélina mína, við kláruðum að borða, og skelltum okkur svo á næsta bar! Myndavélin varð eftir á veitingarstaðnum! Eftir barferðina þá mundum við eftir kampavíninu og súkkulaðikökunni sem beið eftir okkur heima og héldum veislunni áfram.....sem var ekki mjög lengi því að ég bý með svo gömlu fólki! ;) Svo í hádeginu daginn eftir þá alltí einu rann það upp fyrir mér að ég hefði gleymt elsku stóru og ljótu myndavélinni minni á veitingarstaðnum! úps! Svo ég fór á veitingarstaðinn og vitið menn, þarna var hún enn! Reyndar ekki á borðinu en þá heldur hafði henni verið stungið niður í skúffu!!!! Mikilvæg lexía sem ég lærði þarna! Alttaf að eiga ljóta og lélega myndavél til þess að fara með á djammið! Það vill einginn stela henni! ;)

7 ummæli:

bryn sagði...

oh,yeah it would! Then I´d sell it! ;)

Anna sagði...

TIl hamingju með afmælið m´dear. Ég fylgist með þér.

bryn sagði...

Takk! fylgist með þér líka! Hittumst kannski um jólin!!!

OFURINGA sagði...

Til hamingju med afmaelid!! Mikid ertu heppin ad fa svona veislu!

Nafnlaus sagði...

Ég skal athuga þetta með myndavélina hans Brjáns ef hún liggur á glámbekk!!!!!!!!
Maximus biður að heilsa við vorum í svaka hundapartýi í gær í Sólheimakoti.

Nafnlaus sagði...

iss það skiptir engu hvernig myndavélin er, mín var 20 ára og ekkert gasalega smart en var samt stolið.

bryn sagði...

Nei er ekki búin að skoða Minster, en túrista dagur er á planinu og þá á að fara á eitthvað safn og Minster og fleira!