föstudagur, nóvember 25, 2005

Dularfullt simtal!!!

Ég fékk mjög dularfullt símtal í gær, reyndar missti ég af því og fékk bara talhólfsskilaboð. Ég náði ekki alveg að heyra hvað stelpan sagði því það voru svo mikil umhverfishljóð bak við hana, en ég náði að heyra "I just thougth you should know this before you get married!" Þá var ég alveg viss um að þetta var ekki til mín heldur hafði einhver hringt með mikilvæg skilaboð í vitlaust númer. Úps! Og svo gleymdi ég þessu það sem eftri var af deginum. En svo þegar ég kom heim þá mundi Gugga eftir þessu dularfulla skilaboði og ég bað Nicolu um að hlusta á skilaboðin ! Og viti menn.....bara skemmtilegt drama í símanum mínu! Þá var þetta stelpa lílegast af kampusnum sem var að reyna að hringj í einhvern strák sem býr fyrir ofan hana, til þess að láta hann vita að systir hennar væri ólétt og hún héldi að hann væri pabbinn. Og að hún vildi bara láta hann vita af þessu þar sem að hann væri í sambandi með einhverri annari gellu!!!!! Svaka drama! Og svo verður örugglega enn meira drama þegar strákurinn bregst ekkert við þessum skilaboðum, því þau fóru í vitlaust númer! hahahahahahahahaha, voða gaman hjá okkur! ;)
Annars er lítið búið að vera að gerast hjá mér, og ég hef ekki tekið myndir til þess að setja hér inn á. Sorry! En ég er að fara til Leeds á morgun svo að ég tek líklegast myndir þá! Lofa! :) En núna þarf ég að fara að þvo fötin mín svo að ég geti verið í einhverju! Held að það sé betra!
Ú var næstum því búin að gleyma því að við Gugga fórum með köfunar fólkinu á bar í gær eftir köfunina, og þegar ég fór á barinn til þess að kaupa mat, þá var ég spurð um SKILRÍKI!!!!!!! Og ekkert tekið gilt nema vegabréf og ökuskírteini!!!!!!!! Sem betur fer er ég komin með ökuskírteini! Varð geðveikt pirruð! Sérstaklega þar sem ég var ekki að kaupa neitt áfengt!!!!! Heimska fólk! Grrrr!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
Mér þykir það nú alltílagi að vera 24 ára þegar maður er spurður um skilríki, sumir voru nú 27 ÁRA þegar þeir voru fyrst spurðir umsvoleiðis!!!
annars er þetta nú meira dramað í gangi hjá ykkur ég vona bara að það sé engin yka sem er að fara að giftast þessum gæja eða eiga barn með honum!!!!!!!"
Besti jólaundirbúningkveðjur (en langt orð) úr Suðurmýrinni.

Nafnlaus sagði...

hjúkk að þú sért komin með ökuskirteini, annars hefðurðu orðið svöng (ekki nma þú sért nörd sem gengur alltaf með vegabrégið sitt á sér alltaf)

OFURINGA sagði...

thu varst klukkud! heheh