þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Hérna eru nokkrar myndir í viðbót! Þessi þar sem ég og Gugga erum á hjólunm var tekin á laugardaginn þegar við fórum á Salsa kvöld á campusnum, og vildum fara niður í bæ en strætó var hættur að ganga, og klukkutími í næsta leigubíl. Þannig ad þar sem við vorum í háhælaskóm þá fengum við hjólin en strákarnir löbbuðu! Nota bene, hjólið sem ég var á var allt of stórt fyrir mig!
Svo er mynd af Maxa, í sofanum mínum! Þrátt fyrir stærð þá hefur hann ákveðið að hann ætli að vera sofahundur!
Svo eru það nýju skórnir mínir! Eru þeir ekki flottir! ;)
Og svo Max aftur, en nú á sínu rúmi.




6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ!
Mér þykir Maxi mjög flottur sófahundur, fínt að hann er ekki í mínum sófa samt!
Skórnir eru æði þeir hefðu kannski verið betri í hjólatúrnum!!!!!!!!!
Í gamla daga þá hjóluðu strákarnir og reiddu stelpurnar á bögglaberanum, annars er gott að láta þá hlaupa með! Hvaða strákar eru þetta annars?

Nafnlaus sagði...

einmitt hvaða strákar?!

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan, flottur lítill hundur, sætir inniskór og æðisleg stígvél. Ætlaðir þú ekki að kaupa þér reiðhjól, hvað kosta þau? Þú ert nýbúin að fá fundarboð á aðalfund félags fornleifafræðinga 2005. Hann verður haldinn í Odda sunnudaginn 27. nóvember 2004.....! Já rétt lesið, í fundarboðinu stendur 2004, reyndar ekki mjög fornt en góð tilraun samt. Fundarboðið er hinsvegar dagsett 27. október 2005. Fyrir utan skýrslu, reikninga og önnur mál er fyrirlestur. Hann flytur Hildur Gestsdóttir og er hann um uppruna Íslendinga, rannsókn á strontíumsamsætum í mannabeinum. Við hérna heima hjá þér erum hinsvegar að reyna að skjóta saman í einn Ópalpakka handa þér í afmælisgjöf og senda þér. Ert þú kannski Tópastýpa? Ég bara man það ekki. Gaman að myndunum, sýndu okkur meira í tímans rás, bless elskan, þinn pabbi.

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan, flottur lítill hundur, sætir inniskór og æðisleg stígvél. Ætlaðir þú ekki að kaupa þér reiðhjól, hvað kosta þau? Þú ert nýbúin að fá fundarboð á aðalfund félags fornleifafræðinga 2005. Hann verður haldinn í Odda sunnudaginn 27. nóvember 2004.....! Já rétt lesið, í fundarboðinu stendur 2004, reyndar ekki mjög fornt en góð tilraun samt. Fundarboðið er hinsvegar dagsett 27. október 2005. Fyrir utan skýrslu, reikninga og önnur mál er fyrirlestur. Hann flytur Hildur Gestsdóttir og er hann um uppruna Íslendinga, rannsókn á strontíumsamsætum í mannabeinum. Við hérna heima hjá þér erum hinsvegar að reyna að skjóta saman í einn Ópalpakka handa þér í afmælisgjöf og senda þér. Ert þú kannski Tópastýpa? Ég bara man það ekki. Gaman að myndunum, sýndu okkur meira í tímans rás, bless elskan, þinn pabbi.

bryn sagði...

hahaha! en hallærisleg mistök!
En já í sambandi við nammi í afmælispakkann að þá má það vera allur lakkrís sem er saltur, opal, haribo saltur lakkrís, lakkrísreimar....bara eitthvað!

Nafnlaus sagði...

Getur þú sent mér mynd af Maximusi á netf. njalsborg@leikskolar.rvk.is?
Hann er orðin svo vinsæll til undaneldis!!!!!!!!!1
Er það ekki í lagi?